Fleiri flokkar, lengri tími

Frá fundi formanna stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi sem ...
Frá fundi formanna stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi sem var haldinn nýverið í stjórnarráðinu. mbl.is/Golli

„Málið eru í raun bara í eðlilegum farvegi. Þó margir séu orðnir óþolinmóðir. Þetta er erfitt, þetta er flókið, þetta tekur tíma. En í rauninni er þetta bara í eðlilegum farvegi. Það hafa ekki einu sinni allir formennirnir enn fengið umboð til stjórnarmyndunar og enginn tvisvar eins og stundum hefur gerst í sögunni. Þannig að þetta er í raun aðeins eðlilegur gangur.“

Þetta segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is spurður út í stöðuna í stjórnarmyndunarmálunum. Baldur segir að það sýni sig í Evrópu að því fleiri stjórnmálaflokkar sem eru á þjóðþingum, því lengri tíma taki að mynda ríkisstjórnir. „Ef ég man það rétt tekur um 30 daga að mynda ríkisstjórn í Evrópu. Bæði í Austur- og Vestur-Evrópu. Það er í raun fylgni á milli fjölda flokka á þingi og þess tíma sem það tekur að mynda stjórn.“ Síðan taki lengri tíma að mynda ríkisstjórnir í sumum löndum en öðrum.

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor.
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor. mbl.is/Kristinn

„Ég held að staðan hérna sé flókin núna vegna þess að íslenska miðjan hefur dregist mjög saman. Þá á ég við Alþýðuflokkinn og Framsóknarflokkinn sem gátu bæði unnið til hægri og vinstri. Þess í stað eru komnir nýir flokkar sem vilja sjá afdráttarlausar breytingar í ákveðnum málaflokkum og þeir eiga mjög erfitt með að slá af sínum kröfum á meðan að Alþýðuflokkurinn, og síðar Samfylkingin, og Framsóknarflokkurinn gátu farið í báðar áttir.“

Baldur segir þetta vera það nýja í stöðunni og ástæðan fyrir því að eins erfitt sé í fyrsta skipti í áratugi að mynda ríkisstjórn. „Ég held að það spili að sama skapi inn í að þrátt fyrir að oft hafi ríkt tortryggni á milli stjórnmálaleiðtoga hér áður fyrr þá þekktu þeir hvorir aðra, þeir voru í talsambandi og vissu hvernig þeir héldu á málum og væru líklegir til þess að halda á málum þegar reyndi á í stjórnarsamstarfi. Núna eru svo margir nýir leikendur á sviðinu og það treysta ekki allir öllum og átta sig ekki á því hvernig þeir munu haga sér þegar á móti blæs.“

Krefst allt annars hugsunarháttar og vinnubragða

Hvað framhaldið varðar segir Baldur að enn kunni að vera möguleikar í stöðunni á að mynda meirihlutastjórn. Þannig hafi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýst áhuga á að taka upp viðræður á ný við Viðreisn og Bjartri framtíð og ýmsir af þeim flokkum sem reyndu að mynda fimm flokka stjórn hafi kallað eftir því að reynt yrði áfram að mynda slíka stjórn. Einnig hefur verið rætt um möguleikann á minnihlutastjórn í þeim efnum.

Baldur segir að ekki sé komið að þeim tímapunkti enn. Eins og staðan sé í dag sé starfsstjórn við völd sem hafi einungis heimild til að sitja þar til ríkisstjórn hafi verið mynduð. Hins vegar segir hann aðspurður að vissulega væri hægt að breyta henni í minnihlutastjórn ef sérstök ákvörðun yrði tekin um það. Slík stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefði 29 þingmenn á bak við sig. „Slík minnihlutastjórn gæti í raun samið við hvaða flokk sem er á Alþingi til þess að ná málum í gegn og meira að segja Samfylkinguna.“

Hins vegar krefðist slík stjórn allt annars hugsunarháttar og vinnubragða sem Íslendingar væru ekki vanir. „Ég hef ekki séð að menn séu tilbúnir í þennan farveg sem meðal annars krefst þess að búið sé að tryggja sér stuðning einhverra tiltekinna flokka við mál áður en þau eru lögð fram á þingi. Það krefst þess líka að þeir sem eru á þingi en ekki í stjórn séu reiðubúnir að taka óvinsælar ákvarðanir, styðji ríkisstjórn sem þarf að taka óvinsælar ákvarðanir. Það hefur ekki verið uppi á borðinu hér á landi.“

Baldur segir að erfitt sé að sjá hvers vegna stjórnmálaflokkar geti stutt einhverja flokka í minnihlutastjórn sem þeir geti ekki starfað með í meirihlutastjórn. „Ef flokkar vilja ekki vinna með einhverjum öðrum flokkum í ríkisstjórn. Hvers vegna ættu þeir að vilja axla ábyrgð á millihlutastjórn þeirra og fá skammir fyrir það? Það væri allt annað mál að mynda minnihlutastjórn fram að mögulegum kosningum.“ Hvað nýjar kosningar varðar segir Baldur hins vegar engan veginn gefið að það myndi breyta neinu í stöðunni.

mbl.is

Innlent »

Andlát: Gunnar B. Eydal

05:30 Gunnar B. Eydal, fyrrverandi skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður, lést á líknardeild Landspítalans 15. júlí. Hann var á 76. aldursári. Meira »

Útiloka ekki sameiningu bankanna

05:30 Ef sameining Íslandsbanka og Arion banka skapar aukið hagræði og betri rekstur er slíkt eftirsóknarvert. Þetta segir Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka. Meira »

Segist ekki vera á leið úr formannsstól

05:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir engan fót vera fyrir því sem hann segir vera endurteknar sögusagnir um að hann hyggist láta af formennsku flokksins innan skamms. Meira »

Vilja nýta vikurinn

05:30 Erlent námafyrirtæki rannsakar nú möguleika á vinnslu Kötluvikurs á Mýrdalssandi. Þórir N. Kjartansson, landeigandi í Hjörleifshöfða, segir „álitið að á sandinum sé milljarður rúmmetra af þokkalega aðgengilegu efni“. Meira »

Úrsögn vegna 3. orkupakkans

05:30 Bakaríið Gæðabakstur hefur ákveðið að segja sig úr Landssambandi bakarameistara. Þetta staðfestir framkvæmdastjórinn Vilhjálmur Þorláksson í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að bakaríið hafi nú þegar skilað inn formlegri umsókn um úrsögn. Meira »

Sjólasystkinin ákærð vegna skatta

05:30 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega í einu málanna. Meira »

Á að tryggja öryggi íbúanna

05:30 Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur samþykkt erindisbréf fyrir starfshóp varðan di verklag og eftirlit með búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Borinn röngum sökum við störf sín

Í gær, 22:30 Verkfræðistofan Efla birti í dag yfirlýsingu á vefsíðu sinni, eftir að starfsmaður fyrirtækisins var sakaður um að vera „barnaperri“ sem væri að taka myndir af börnum á leikvelli í Drekavogi í Langholtshverfi. Hið rétta er að hann var að gera úttekt á leiksvæðinu fyrir Reykjavíkurborg. Meira »

„Dusta rykið af“ viðbragðsáætlun

Í gær, 22:13 „Það er engin hætta fyrir lönd eins og okkar. Þetta breytir í raun engu af því sem við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) að lýsa yfir neyðarástandi vegna ebólufaraldrinum sem hefur geisað í Austur-Kongó síðasta árið. Meira »

Varð ekki vör við neitt óvenjulegt

Í gær, 21:42 „Ég var greinilega í nágrenni við þá í dag en vissi ekki af þeim. Ég vildi að ég hefði vitað þetta þá hefði ég kíkt á þá,“ segir Branddís Margrét Hauksdóttir á Snorrastöðum sem var ríðandi á Löngufjörum með góðan hóp með sér í dag, nokkra kílómetra frá grindhvölunum sem þar rak á land. Meira »

15 ára stressaður fyrir heimsleikunum

Í gær, 21:28 Brynjar Ari Magnússon fimmtán ára crossfit-kappi er á leiðinni á heimsleika unglinga í crossfit í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. „Ég verð ekki sáttur nema verðlaunapallinum,“ segir hann. Meira »

Skútan var dregin í land

Í gær, 21:14 Skútan sem strandaði við Löngusker í Skerjafirði í dag losnaði af strandstaðnum og var dregin til hafnar á sjötta tímanum í dag. Skútan strandaði um kl. 11 í morgun og var maðurinn sem var um borð ferjaður í land í björgunarbát. Meira »

6.000 tonn af malbiki á Hellisheiði

Í gær, 20:55 Malbikun á Hellisheiði, frá Kambabrún og niður Hveradalabrekku, hófst í morgun. Áætlað er að framkvæmdum ljúki um miðnætti annað kvöld, en á meðan er Hellisheiði lokuð í vesturátt. Áætlað er að um 6.000 tonn af malbiki verði notað. Meira »

„Engin bráðabirgðalausn í stöðunni“

Í gær, 20:41 „Það er engin bráðabirgðalausn í stöðunni. Ef einhver myndi vilja fara þarna og vinna á ákveðnum skilyrðum myndum við að sjálfsögðu skoða það,“ segir yfirdýralæknir Matvælastofnunar um þá stöðu að enginn starfandi dýralæknir hefur verið í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum frá 1. júlí. Meira »

Þota ALC á að fljúga klukkan 9

Í gær, 20:31 Stefnt er að því að Airbus A321-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation fljúgi af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9 í fyrramálið. Samkvæmt heimildum mbl.is og Morgunblaðsins er gert ráð fyrir þessu í flugáætlun. Meira »

„Fílar í sódavatni“ hluti af sýningu

Í gær, 20:18 Skilti þar sem virðist vera varað við fílum sem baða sig í sódavatni á Ólafsfirði vekur athygli á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Baklendingar átta sig ekki alveg á skiltinu en fari fólk á listasýningu í Pálshúsi í bænum kviknar á flestum perum. Meira »

Tíndu tvö og hálft tonn af rusli í fjöru

Í gær, 19:30 Ungmenni á aldrinum 13-16 ára í vinnuskóla Rangársþings eystra tóku sig til á föstudaginn var og tíndu rúmlega tvö og hálft tonn af rusli í Landeyjafjöru. Krakkarnir tíndu ruslið frá Landeyjahöfn og vestur eftir fjörunni að Sigurði Gísla, sem er gamalt skipsflak sem þar liggur. Meira »

Blöndubrú lokuð í nótt

Í gær, 19:02 Vegna viðgerðar á brúnni yfir Blöndu á Blönduósi verður brúin lokuð aðfaranótt föstudags 19. júlí frá kl. 01.00 til 06.30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Væru farin af stað ef þeir væru lifandi

Í gær, 19:01 „Þetta er mjög skrýtið og leiðinlegt að þetta gerist aftur og aftur. Þetta er því miður orðið árlegt núna,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, um grindhvali sem rak á land í Löngufjörur. Meira »
Sultukrukkur, minibarflöskur...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...
Sprautulökkun
Ónotað síubox til sölu, stærð breidd 241 cm, dýpt 78 cm og hæð 115 cm + plús gri...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Gefins rúm.
Gefins hjónarúm 158 x 203 ameríst. Uppl 8984207...