Rúmlega 3 stiga skjálfti í Kötlu

Katla nýtur þess vafasama heiðurs að vera eitt hættulegasta eldfjall …
Katla nýtur þess vafasama heiðurs að vera eitt hættulegasta eldfjall landsins. mbl.is/Rax

Jarðskjálfti varð í Kötlu rétt fyrir klukkan tvö eftir hádegi. Mældist hann 3,4 stig en engir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að skjálftar á borð við þennan séu orðnir nokkuð reglulegir atburðir.

„Þetta er hefðbundin bakgrunnsvirkni,“ segir Bryndís, en bætir við að áfram sé þó fylgst með þróun mála, allan sólarhringinn.

mbl.is