Harðnar á dalnum

Þrátt fyrir aukinn fjölda ferðamanna er reksturinn í járnum.
Þrátt fyrir aukinn fjölda ferðamanna er reksturinn í járnum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ný könnun sem Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa gert meðal aðildarfyrirtækja sinna varpar ljósi á versnandi rekstrarhorfur fyrirtækja í greininni.

Þar kemur fram að forsvarsmenn um fjórðungs þeirra fyrirtækja sem þátt tóku í könnuninni telja að rekstrarafkoman verði á núlli eða röngum megin við það á árinu 2016. Er það töluvert meiri fjöldi en í sambærilegri könnun í fyrra þegar hlutfallið var um 17%.

Í samtali í ViðskiptaMogganum í dag segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, að könnunin komi ekki á óvart, margt í ytri aðstæðum ferðaþjónustunnar reyni mjög á. Á sama tíma og ferðamönnum fjölgar ár frá ári séu rekstrarskilyrði greinarinnar ekki að batna heldur þvert á móti. Bendir hún á að krónan hefur styrkst um 16% það sem af er þessu ári. „Á sama tíma hefur ársbreyting launa til hækkunar verið um 10%. Könnunin gefur til kynna að þessir þættir séu að saxa meira og meira á afkomuna,“ segir Helga.

Hún nefnir einnig miklar fjárfestingar og uppbyggingu innviða sem fyrirtæki í greininni hafa ráðist í til að koma til móts við aukinn fjölda ferðamanna og um leið styrkt undirstöður hagkerfisins. Þær fjárfestingar námu um 62 milljörðum í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert