Vilja að Geirsgata verði sett í stokk

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við Geirsgötu. Þar er grafið …
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við Geirsgötu. Þar er grafið fyrir bílakjallara. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er síðasti möguleikinn til þess að bjarga umferðarmálum Kvosarinnar,“ segir Ólafur Kristinn Guðmundsson umferðarsérfræðingur, en hann er því eindregið fylgjandi að Geirsgata verði færð í stokk, neðanjarðar.

Til stendur að setja T-gatnamót á Lækjargötu og Geirsgötu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að skoðað verði að falla frá þeim áformum og hugað að því að koma götunni í stokk á meðan jarðvegsvinna er enn í gangi.

Fulltrúar meirihlutans í borginni eru andvígir stokkahugmyndinni. Ekki sé verið að hefta umferðarflæði með T-gatnamótum auk þess sem kostnaður við að setja Geirsgötu í stokk hlypi á milljörðum króna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert