Er verið að bíða eftir dauðaslysi?

Aurora Friðriksdóttir.
Aurora Friðriksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Lögreglunni er kunnugt um þennan vanda, eins Matvælastofnun, Reykjavíkurborg, eigendum hestanna og tryggingafélaginu. Samt er ekki búið að leysa málið. Eftir hverju eru menn að bíða? Dauðaslysi?“

Þannig spyr Aurora Friðriksdóttir, íbúi á Kjalarnesi, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag. Hún kom að slysi um liðna helgi, þegar hestastóð hljóp skyndilega í veg fyrir bíl á móts við Móa á Kjalarnesi, með þeim afleiðingum að tveir bílar skemmdust og aflífa þurfti eitt hross.

Aurora lenti sjálf í sambærilegu atviki árið 2014 og kveðst orðin mjög vör um sig að keyra þessa leið, sér í lagi í myrkri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert