Hnífamannsins enn leitað

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. mbl.is/Kristinn

Maðurinn sem stakk konu með hníf við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins við Digranesveg í Kópavogi í morgun er enn ekki fundinn. Fyrr í dag var annar maður handtekinn en fullljóst þykir að hann tengist málinu ekki.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að maðurinn hafi komið að konu sem var á leið til vinnu. Hann hafi beitt hníf á hana þannig að konan fékk skurð á handlegg þannig að blæddi úr.

Maðurinn huldi andlit sitt og segir Grímur að því hafi ekki verið hægt að lýsa honum mjög vel og ekki sé mynd af honum á myndbandi. Sagði hann að lögreglan hefði þó ýmsar leiðir til að vinna út frá vísbendingum í málinu og nú væri það í gangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert