Kona stungin með hníf í Kópavogi

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. mbl.is/Kristinn

Kona var stungin með hníf í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins við Digranesveg í Kópavogi í morgun.

Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að ekki sé ljóst hversu alvarlegir áverkar hennar eru, en hún hafi verið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.

Þá staðfestir Gunnar að lögreglan hafi vopnast byssum í Kópavogi í morgun, en sérsveit lögreglu var einnig kölluð út.

Uppfært klukkan 11.45:

Lögreglan hefur handtekið einn mann í tengslum við málið.

Uppfært klukkan 12.07:

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki fullvíst að maðurinn, sem handtekinn var vegna gruns um hnífstunguna, sé sá seki. Var hann ekki handtekinn á vettvangi árásarinnar.

Lögregla vinnur áfram að rannsókn málsins eftir ábendingum vitna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert