Ratcliffe fékk en Nubo ekki

Auðkýfingarnir tveir, Ratcliffe og Nubo, deila áhuga á jarðakaupum hér …
Auðkýfingarnir tveir, Ratcliffe og Nubo, deila áhuga á jarðakaupum hér á landi.

Breski millj­arðamær­ing­ur­inn Jim Ratclif­fe hef­ur keypt meiri­hlut­ann í jörðinni Gríms­stöðum á Fjöll­um, að eigin sögn með það að markmiði að vernda laxveiðiár á Norðausturlandi.

Áður hefur Ratcliffe á þessu ári keypt þrjár jarðir í Vopnafirði og á þar með að hluta eða í heild ell­efu jarðir í Vopnafirði, en eign­ar­hlut í einhverjum þeirra á hann í gegn­um Veiðiklúbb­inn Streng ehf.

Kaup Ratcliffe áttu sér ekki langan aðdraganda í umfjöllun fjölmiðla, en annað gilti um sjálfa jörðina á árunum 2011 til 2014, eins og mörgum er eflaust kunnugt.

Allt hófst það þegar Huang Nubo, stjórnarformaður kín­verska fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Zhongk­un Group, kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í ágúst árið 2011 og keypti jörðina, með því skilyrði að leyfi kínverskra og íslenskra yfirvalda fengist fyrir kaupunum. Hugðist hann meðal annars reisa hótel á jörðinni.

Fáir kunnu á Nubo deili, en í fróðlegri umfjöllun China Daily var hann sagður fjallgöngugarpur og frjótt ljóðskáld undir skáldanafni sínu, Luo Ying.

Kort/map.is

Erfitt að búa til golfvöll á jörðinni

Sótti Nubo í kjölfarið um undanþágu frá innanríkisráðuneytinu, sem var nauðsynleg í hans tilviki þar sem hann var hvorki íslenskur ríkisborgari né búsettur innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Fljótlega fóru sumir stjórnmálamenn að gjalda varhug við kaupum Nubo á svo stórri jörð.

„Það er bæði sjálfsagt og nauðsyn­legt að greiða fyr­ir er­lendri fjár­fest­ingu á Íslandi. Vilji menn reisa hót­el og fara í ferðaþjón­ustu ber að fagna því. En er það sjálfsagt og eðli­legt að menn geti keypt stór­ar jarðir og jafn­vel hundruð fer­kíló­metra lands? Það finnst mér ekki. Eitt sem horfa ber til er hvort ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar njóta slíks rétt­ar í heimaríki viðkom­andi,“ sagði Bjarni Benediktsson um kaupin í nóvember árið 2011.

Einhverjir bentu þá á að erfitt og kostnaðarsamt væri að búa til golfvöll á jörðinni, en það hugðist Nubo meðal annars gera.

Sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur í samtali við Morgunblaðið að oft væri kalt á Grímsstöðum og frostlyfting gæti orðið á fyrirhuguðum flötum vallarins.

Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn

Engin fordæmi fyrir sölunni

Réttum þremur mánuðum eftir tilkynningu um kaupin, eða þann 25. nóvember 2011, var það úrskurður Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra, að hann fengi ekki keypt jörðina.

Myndskeið mbl.is: Beiðni Nubo synjað

Í tilkynningu frá ráðuneytinu sagði að ekki yrði horft fram­hjá því hversu stórt landsvæði væri um að ræða, sem fé­lagið hygðist kaupa, eða 30.639 hekt­ar­ar, og að eng­in for­dæmi væru fyr­ir því að jafn­stórt landsvæði á Íslandi hefði verið fært und­ir er­lend yf­ir­ráð.

Þá bæri einnig að hafa í huga að ákvæðið set­ti fyr­ir því ströng skil­yrði að hluta­fé­lög megi öðlast eign­ar­rétt eða af­nota­rétt yfir ís­lensk­um fast­eign­um, og ljóst væri að um­rætt fé­lag upp­fyll­ti ekk­ert þeirra.

Hrikti í stoðum ríkisstjórnar VG og Samfylkingar

Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, sagðist afar ósátt við ákvörðun Ögmundar í samtali samdægurs við vefritið Smuguna.

„Ég tel að ákvörðun af þess­ari stærðargráðu hefði átt að ræða við rík­is­stjórn­ar­borðið þótt hún liggi lög­form­lega hjá ráðherr­an­um. Rík­is­stjórn­in vill auka er­lenda fjár­fest­ingu og upp­bygg­ingu í ferðaþjón­ustu og við þurf­um sár­lega á er­lendri fjár­fest­ingu að halda,“ sagði Jó­hanna. Bætti hún við að ljóst væri að ákvörðunin væri ekki til þess fallin að styrkja ríkisstjórnarsamstarfið.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu, tók þá í sama streng.

„Ákvörðun inn­an­rík­is­ráðherra í morg­un vek­ur óhjá­kvæmi­lega spurn­ing­ar um rík­is­stjórn­ar­sam­starf Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna,“ sagði hann og benti á að hann hefði sent Ögmundi minnisblað, þar sem ítarlega hefði verið rakið hversu mikilvæg erlend fjárfesting væri fyrir íslenskt efnahagslíf.

Grímsstaðir á Fjöllum, að vetri til.
Grímsstaðir á Fjöllum, að vetri til. Ljósmynd/Bragi Benediktsson

Endurspeglaði óréttlæti og þröngsýni

Nubo sjálfur tjáði sig um ákvörðunina þremur dögum síðar, í einkaviðtali í vefútgáfu China Daily.

Sagði hann höfnunina endurspegla óréttlæti og þröng­sýni sem kín­versk­ir einka­fjár­fest­ar stæðu frammi fyr­ir er­lend­is. Ísland, jafnt og kínverskir fjárfestar, myndi þá tapa á ákvörðun ráðherrans.

Því næst var til umræðu að leigja Nubo frekar jörðina. Var at­vinnuþró­un­ar­fé­lög­un­um í Eyjaf­irði og Þing­eyj­ar­sýslu falið að kanna hvort sá mögu­leiki væri í stöðunni að sveit­ar­fé­lög á norður- og aust­ur­landi keyptu jörðina og leigðu hana til fé­lags í hans eigu.

„Ég er bjart­sýnn á að af þessu verði. Þetta snýst um að byggja hót­el úti á landi og við von­um að af því verði,“ sagði Berg­ur Elías Ágústs­son, bæj­ar­stjóri Norðurþings í samtali við mbl.is í maí árið 2012.

Vonaðist eftir samningi til 99 ára

Miðað var við að leigusamningurinn væri til fjörutíu ára. Oddný Harðardóttir, þáverandi iðnaðarráðherra sagði að sér litist vel á það fyrirkomulag.

„Mér líst ágæt­lega á það að jörðin á Gríms­stöðum á Fjöll­um verði í op­in­berri eigu, þ.e. í eigu sveit­ar­fé­lag­anna en síðan leigi þau jörðina áfram. Mér líst ekk­ert illa á það,“ sagði Oddný.

Ekki virtist Huang Nubo sætta sig við fjörutíu árin. Í öðru viðtali í dagblaðinu China Daily sagðist hann vonast eftir því að leigu­samn­ing­ur­inn um Grímsstaði á Fjöll­um yrði til 99 ára.

„Samn­ing­arn­ir eru við það að klár­ast. Ég á von á því að niðurstaðan verði ekki fjarri því sem ég vonaðist eft­ir,“ sagði Nubo í viðtalinu, í maímánuði 2012. Þá reiknaði hann með að fjár­festa fyr­ir um 200 millj­ón­ir doll­ara á Íslandi, eða sem nam þá um 24 millj­örðum króna.

„Lík­urn­ar á að þessu verði hafnað eru ekki mikl­ar því þetta mál kem­ur ekk­ert inn á verksvið inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.“

Vigdís Finnbogadóttir, fyrverandi forseti Íslands, var ein þeirra sem skrifuðu …
Vigdís Finnbogadóttir, fyrverandi forseti Íslands, var ein þeirra sem skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda, um að þau skyldu kaupa jörðina. mbl.is/Árni Sæberg

Vigdís og fleiri skrifuðu undir áskorun

Íslendingar voru ekki jafn upplitsdjarfir og kínverski fjárfestirinn. Ríf­lega fjór­ir af hverj­um tíu Íslend­ing­um vildu leyfa honum að leigja jörðina, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var í lok sama mánaðar. 30,7 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu sögðust því mjög eða frek­ar and­víg.

Ögmundi innanríkisráðherra þóttu þessar ráðagerðir varhugaverðar, og sagði mikilvægt að taka málið til skoðunar. Fór svo, að ákveðið var að skipa hóp ráðherra og starfs­manna ráðuneyta til að fara yfir áformin.

„Ýmis álita­mál hafa komið upp við vinnslu þessa máls. Mik­il­vægt er að skoða hver áhrif þess­ar­ar fjár­fest­ing­ar yrðu til framtíðar, með hliðsjón af skuld­bind­ing­um ís­lenska rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna. Þá er mik­il­vægt að tryggja að fjár­hag um­ræddra sveit­ar­fé­laga verði ekki stefnt í hættu vegna þessa verk­efn­is t.d. ef ekk­ert verður úr fyr­ir­hugaðri upp­bygg­ingu,“ sagði í tilkynningu.

Myndskeið mbl.is: Starfshópur fer yfir mál Nubo

Þá skrifaði hópur fólks, þar á meðal Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, fyrr­ver­andi þing­menn og ráðherr­ar, und­ir áskor­un til Alþing­is og rík­is­stjórn­ar um að Grímsstaðir á Fjöll­um yrðu þjóðar­eign. Var auglýsing þess efnis birt í Morg­un­blaðinu 31. ágúst 2012.

Meðal undirskrifaðra voru þeir Matth­ías Johann­essen og Styrm­ir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjór­ar Morg­un­blaðsins, Páll Skúla­son heitinn, heim­spek­ing­ur og fyrr­ver­andi há­skóla­rektor, Ómar Ragn­ars­son fréttamaður, Ólaf­ur Stef­áns­son hand­boltamaður, Hreinn Friðfinns­son mynd­list­armaður og rit­höf­und­arn­ir Pét­ur Gunn­ars­son og Jón Kalm­an Stef­áns­son.

Nubo hefur verið sagður frjótt ljóðskáld. Í einu ljóða sinna …
Nubo hefur verið sagður frjótt ljóðskáld. Í einu ljóða sinna segir hann svo frá í fyrstu persónu: „Það var þá sem hann breytti villisvíni í mig.“ (Þýðing: Hjörleifur Sveinbjörnsson) mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Neitaði tengslum við Kommúnistaflokkinn

Nubo svaraði gagnrýninni í viðtali í tímaritinu Mannlíf, þar sem hann neitaði meðal annars tengslum við kínverska Kommúnistaflokkinn, en á yngri árum hans starfaði hann fyrir áróðursdeild flokksins.

„Fortíð mín hjá flokkn­um teng­ist á eng­an hátt áhuga mín­um á Íslandi, sá áhugi er ein­göngu per­sónu­leg­ur,“ sagði hann, spurður út í störf sín í deildinni. Þá ræddi hann um ferðir sín­ar á heim­skaut­in og hæstu tinda heims, for­eldram­issi, erfiða æsku og ást­ina á nátt­úr­unni.

Fyrir vonbrigðum með vantraust á Íslandi

Í samtali við mbl.is 17. október 2012 sagðist hann gera ráð fyrir að skrifað yrði undir leigusamninginn í sama mánuði. Leigan myndi þá kosta sex milljónir bandaríkjadala en kostnaður við uppbygginguna myndi nema um hundrað milljónum dala á næstu fjórum árum.

Skömmu síðar, eða 27. október 2012, sagði Nubo í samtali við þýska dagblaðið Der Spiegel að hann væri ekki lengur full­ur eld­móðs þegar kæmi að fjár­fest­ing­um á Íslandi.

Ástæðuna sagði hann andstöðu við fjárfestingaáform hans á meðal Íslendinga. Sagðist hann hafa orðið fyr­ir von­brigðum með það van­traust sem hann hefði á Íslandi. Þá vildi hann einbeita sér að áhuga­máli sínu, að semja ljóð.

Eins og sjá má var búið að líma yfir nafnið …
Eins og sjá má var búið að líma yfir nafnið Grímsstaðir. Var afleggjarinn sagður liggja til Nubostaða. Ljósmynd/Haukur Arnar Emilsson

Reiður og pirraður

Og eflaust hefur það ekki verið af hlýhug í garð Nubo, þegar einhverjir tóku sig til og límdu yfir skilti Vegagerðarinnar við afleggjarann til Grímsstaða í nóvember 2012. Stóð þar ekki leng­ur Grímsstaðir held­ur Nu­bostaðir.

Frétt mbl.is: Grímsstaðir heita núna Nubostaðir

Ráðherra­nefnd, sem falið var að fjalla um um­sókn Zhongk­un Grímstaða, fyr­ir­tæk­is Huangs Nubo, tilkynnti um svipað leyti að fyrirtækið þyrfti að leggja inn aðra um­sókn, vegna fyr­ir­hugaðrar fjár­fest­ing­ar í upp­bygg­ingu ferðaþjón­ustu á Gríms­stöðum á Fjöll­um.

Nubo sagðist þá í samtali við fréttastofu Bloomberg ekki ætla að gefast upp.

„Ég er mjög reiður og pirraður yfir því hversu slæmt viðskiptaum­hverfið er á Íslandi,“ sagði Nubo í símaviðtali við Bloom­berg í desemberbyrjun 2012. „Ég mun ekki vera fyrri til og draga um­sókn­ina til baka. Ég vil frem­ur bíða eft­ir því að þau segi að þau fagni ekki mín­um fjár­fest­ing­um.“

Bætti hann heldur í þegar blaðamaður breska blaðsins Financial Times tók hann tali. Sagði hann íslensk yfirvöld mismuna á grundvelli kynþáttar.

„Ég tel þetta vera mis­mun­un á grun­velli kynþátt­ar þar sem ég er kín­versk­ur,“ var haft eft­ir Nubo. Bæt­ti hann við að  „marg­ir hafa fjár­fest á Íslandi í gegn­um tíðina, en eng­inn hef­ur verið meðhöndlaður eins og ég.“

Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn

Endurskoða þyrfti lögin

Í ágúst 2013 kom í ljós að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, hefði átt fundi með fulltrúum Nubo. Var hún sögð hafa útskýrt fyr­ir þeim að lög um fjár­fest­ingu er­lendra aðila þyrfti að end­ur­skoða í heild sinni.

Skömmu síðar sagði Hanna Birna í samtali við mbl.is að skerpa þyrfti á lögum um eignar- og afnotarétt fasteigna. Á meðan sú endurskoðun færi fram yrðu meiri hátt­ar und­anþágur á grund­velli lag­anna ekki af­greidd­ar. 

„Það þekkja all­ir til Huang Nubo-máls­ins og hversu flókið það hef­ur reynst, en það er ekki síst vegna þess að lög­gjöf­in er óljós og málið allt rekið á grund­velli undanþága. Við telj­um ekki tíma­bært að svara því ein­staka máli með öðrum hætti en verið hef­ur fyrr en við erum búin að fara í þessa end­ur­skoðun.“

Margt mæli með kaupum ríkisins á jörðinni

Í janúar 2014 lögðu Ögmundur Jónasson og Svandís Svavarsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, fram þingsályktunartillögu um að rík­is­stjórn­inni yrði falið að leita eft­ir samn­ingi um kaup á jörðinni, og tryggja þannig að hún yrði þjóðareign.

„Margt mæl­ir með því að ríkið festi kaup á Gríms­stöðum á Fjöll­um sem eru í þjóðlendujaðrin­um. Ríkið á þegar tvær jarðir suður af Gríms­stöðum, Víðidal og Möðru­dal, og um fjórðung af Gríms­stöðum á Fjöll­um. Þá skal tekið und­ir það sem fram kem­ur í fram­an­greindri áskor­un að æski­legt sé að mótuð verði stefna varðandi eign­ar­hald og umráð yfir óbyggðum og þá sér­stak­lega bújörðum sem teygja sig inn á há­lendið,“ sagði í greinargerð með tillögunni.

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum. mbl.is/Birkir Fanndal Haraldsson

Fjárfesti í Noregi og á Svalbarða

Fréttir fóru í framhaldinu að berast af fjárfestingum Nubo í Noregi og þar á meðal Svalbarða.

Í júlí 2014 kom út skýrsla sérstaks verk­efna­hóps um er­lenda fjár­fest­ingu hér á landi. Þótti hún loka á mögu­leika kín­verska fjár­fest­is­ins til að kaupa jörðina.

Í skýrsl­unni var lagt til að eign þegna utan EES svæðis­ins yrði tak­mörkuð við landa­kaup utan þétt­býl­is við einn hekt­ara, en 5-10 hekt­ara ef um at­vinnu­starf­semi væri að ræða. Þó var lagt til að hægt yrði að sækja um und­anþágu allt að 25 hekt­ara.

Sam­kvæmt Hall­dóri Jó­hanns­syni, tals­manni Nubo, var þetta þó ekki allt of langt frá upp­haf­leg­um hug­mynd­um Nubo um kaup á landi hér­lend­is. Grímsstaðir á Fjöll­um eru í heild 300 fer­kíló­metr­ar, eða um 300 þúsund hekt­ar­ar. Svæðið sem Nubo hafi viljað kaupa voru 20 þúsund hekt­ar­ar, en þar af hafi aðeins átt að nýta 300 til upp­bygg­ing­ar á hót­eli, bíla­stæðum, flug­velli, golfsvæði og ann­arri afþrey­ingu.

Slitu viðræðum við Nubo

Að lokum fór svo, að stjórn Grímsstaða á Fjöllum ákvað í desember 2014 að slíta viðræðum við Nubo. Var jafnframt fallið frá fyrirhuguðum kaupum félagsins á landinu, en eitt helsta hlutverk þess var að kaupa hluta þess lands sem telst til jarðarinnar, og í framhaldinu framleigja það til Nubo.

Kristján Þór Magnús­son, þáverandi sveit­ar­stjóri Norðurþings, gegn­di for­mennsku í fé­lag­inu. Sagði hann ástæður þess að ákveðið hafi verið að slíta viðræðum vera meðal annars aðrar áhersl­ur sveit­ar­stjórn­ar­manna eft­ir kosn­ing­ar þess vors, auk þess sem áhugi Nubo á svæðinu hefði farið minnk­andi.

„Haft var sam­band við aðila á hans veg­um og þá kem­ur það í ljós að hann [Huang Nubo] sér þetta ekki sem raun­hæf­an kost í neinni framtíð,“ sagði Kristján Þór í sam­tali við mbl.is.

Jim Ratcliffe, nýr eigandi Grímsstaða á Fjöllum.
Jim Ratcliffe, nýr eigandi Grímsstaða á Fjöllum.

Ríkið ætti að kaupa landið

Síðan þá hefur jörðin verið til sölu, og auglýst á Evrópska efnahagssvæðinuJó­hann Friðgeir Valdimarsson, fasteignasali hjá Fasteignasölunni Höfða, sagði í samtali við mbl.is í mars síðastliðnum að „sterkar þreifingar“ ættu sér stað.

„Mér finnst að ríkið ætti að kaupa þetta land og halda land­inu í ís­lenskri eigu áður en það verður um sein­an,“ sagði Jóhann Friðgeir. 

Svo virðist vera nú, en eins og fram kom hér að ofan hefur breski millj­arðamær­ing­ur­inn Jim Ratclif­fe keypt meirihlutann í jörðinni.

Liður í uppbyggingu laxastofna

Gísli Ásgeirs­son, fram­kvæmda­stjóri Veiðiklúbbs­ins Strengs, segir Ratcliffe ekki hafa nein upp­bygg­ingaráform varðandi jörðina og kaup­in feli því ekki í sér nein­ar breyt­ing­ar fyr­ir aðra eig­end­ur.

Jörðin sé þess í stað sögð keypt með það að mark­miði að vernda laxveiðiár á Norðaust­ur­landi.

„Vatna­svið Selár nær yfir í Grímsstaðalandið og árið 2011 var opnaður laxa­stigi í Selá sem ger­ir kleift fyr­ir lax að ganga upp á þessi svæði,“ sagði Gísli í samtali við mbl.is í gærkvöldi.

Við vit­um ekki hve langt fisk­ur­inn hef­ur gengið enn þá, en þetta er liður í því að byggja upp laxa­stofna á þessu svæði og að gera svæði sem voru áður óaðgengi­leg, aðgengi­leg.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert