Vegamálastjóri gagnrýnir borgina

Umferð gengur hægt um Miklubrautina á álagstímum.
Umferð gengur hægt um Miklubrautina á álagstímum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hreinn Haraldsson, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að stofnunin telji brýnt að byggja mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegs.

Ekki sé þó vilji til þess hjá borgaryfirvöldum þrátt fyrir að fjárveiting hafi verið tryggð á sínum tíma. Ljóst sé að vissir vegakaflar í borginni anni illa umferð á álagstímum. Aukin áhersla á almenningssamgöngur muni ekki endilega draga úr umferð einkabíla frá því sem er nú.

„Þetta er bara spurning um það hversu hraður vöxturinn verður á næstu árum og flestir eru sammála um að honum þurfi að halda í skefjum eftir því sem unnt er,“ segir Hreinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »