Frumvarp um kjararáð samþykkt

Frumvarpið var samþykkt á Alþingi í dag.
Frumvarpið var samþykkt á Alþingi í dag. mbl.is/Eggert

Samþykkt hefur verið á Alþingi frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um kjararáð.

Var það aðeins lítið breytt frá síðasta lög­gjaf­arþingi, þegar Bjarni lagði það síðast fram. Nú voru flutn­ings­menn þess hins veg­ar leiðtogar allra stjórn­mála­flokk­anna á Alþingi.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins seg­ir að með því sé stefnt að breyttu fyr­ir­komu­lagi launa­ákv­arðana emb­ætt­is­manna, for­stöðumanna og annarra þeirra sem falla und­ir úr­sk­urðar­vald kjararáðs. Felst það í því að fækka veru­lega þeim sem kjararáð ákv­arðar laun og önn­ur starfs­kjör.

Ekki beint svar við gagnrýninni

Með fækk­un­inni sé þess þá freistað að hafa ein­göngu í þeim hópi æðstu ráðamenn þjóðar­inn­ar, alþing­is­menn, dóm­ara og sak­sókn­ara vegna sér­stöðu þeirra og þá emb­ætt­is­menn þar sem svo hátt­ar til að launa­kjör þeirra geta ekki ráðist af nýju launa­fyr­ir­komu­lagi, samn­ing­um vegna eðlis starf­anna eða samn­ings­stöðu, að því er fram kem­ur í grein­ar­gerðinni.

Frum­varpið er því ekki beint svar við þeirri gagn­rýni sem ákvörðun kjararáðs í lok októ­ber, um að hækka laun alþing­is­manna, ráðherra og for­seta, hef­ur vakið í sam­fé­lag­inu. Frumvarpið breytir ekki þeim úrskurði ráðsins.

Alls greiddu 55 þingmenn með frumvarpinu, en einn sat hjá. Sjö voru þá fjarstaddir.

Umfjöllun mbl.is: Þverpólitískt frumvarp um kjararáð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert