Landið mælist á mikilli hreyfingu

Holuhraunsgosið helgast af miklum breytingum og landgliðnun um 60 cm.
Holuhraunsgosið helgast af miklum breytingum og landgliðnun um 60 cm. mbl.is/RAX

Ísland heldur áfram að reka í sundur á flekaskilum og nú um einn sentimetra á ári til hvorrar áttar. Þetta sýna mælingar Landmælinga Íslands á hnitakerfi landsins sem unnið var að í sumar.

Hreyfing á upptakasvæði Suðurlandsskjálftanna sem urðu í maí 2008 er þó meiri annars staðar. Þá skera hreyfingar norðan Vatnajökuls sig úr en þar koma til áhrif eldgossins í Holuhrauni sem varði 2014-2015.

„Suðurlandsskjálftinn átti upptök sín milli Hveragerðis og Selfoss, og þar fór landið í sundur um 40 cm, samkvæmt því sem mælist nú. Í Kverkfjöllum, þar sem áhrifa frá umbrotasvæðinu í Bárðarbungu gætir mjög, mældum við gliðnun landsins 60 cm. Ég hef ekki frétt um svo miklar breytingar neinsstaðar í seinni tíð,“ segir Guðmundur Valsson, verkfræðingur hjá Landmælingum Íslands í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert