Samkeppnin verður æ erfiðari

Ragnar Árnason segir markaðsvenslin í útflutningi í sjávarútvegi verðmæt og ...
Ragnar Árnason segir markaðsvenslin í útflutningi í sjávarútvegi verðmæt og viðkvæm. Eggert Jóhannesson

Forskot Íslands í sjávarútvegi hefur smám saman rýrnað vegna skattlagningar á greinina og þess að aðrar fiskveiðiþjóðir hafa tekið upp aflamarkskerfið. Þetta segir Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði við Háskóla Íslands. 

„Það er langvarandi þróun í gangi þar sem aðrar þjóðir sem hafa tekið upp þetta aflamarkskerfi sem við höfum verið að nota hafa verið að færa sig upp á skaftið til að gera sinn sjávarútveginn hagkvæmari, gæðin betri og framboðið tryggara. Þannig verður samkeppnin okkur æ erfiðari,“ segir Ragnar í samtali við Mbl.is. „Við höfðum forskot sem er smám saman að rýrna, ekki bara af þessum ástæðum heldur einnig vegna skattlagningar á sjávarútveginn.“

Erfitt að endurvekja viðskiptasambönd

Hann telur ekki líklegt að verkfall sjómanna minnki aflamagn ársins nema það standi lengi, þ.e. mánuð eða lengur, þar sem aflamagn sé ekki bundið af heildarkvóta. Hinsvegar þurfi að hafa í huga virðisaukann sem leiði af markaðsvenslunum. 

„Mjög stór hlut af þeim virðisauka sem þjóðin fær af fiskveiðunum er á markaðshliðinni. Vaxandi hluti af þessum útflutningi er háður því að koma ferskum fiski á háverðsmarkaði, reglulega og í tilsettu magni. Ef það verður rof í þessu framboði þá er hætt við því að markaðsvenslin veikist eða slitni og aðrir stigi inn í staðinn. Það gæti verið erfitt að endurvekja þessi viðskiptasambönd á ný með sama hætti og áður. Jafnvel þó að það takist þá er hætt við því að verðið muni lækka vegna þess að búið er að staðfesta að við sem frambjóðendur erum ekki fyllilega áreiðanlegir.“

Hann nefnir að ferskur hágæðafiskur sé fluttur út á veitingastaði í til dæmis New York, London og París á nánast hverjum degi. Þetta séu markaðslínur sem hafa verið byggðar upp á löngum tíma og séu stór þáttur í þeim hagnaðarauka sem hefur orðið innan ramma fiskveiðikerfisins.

Hlutfallslega góð kjör á Íslandi 

Spurður um laun íslenskra sjómanna í samanburði við aðra þjóðir segir Ragnar að virðisaukinn sem myndast í íslenskum sjávarútvegi leiði til betri kjara en finna má víðast hvar. 

„Vegna þess að afli á skip er mikill og útflutningsverðmætið hátt þá eru laun í fiskveiðum góð á Íslandi miðað við flest önnur lönd og eins og þau gerast best í löndum eins og Noregi, Kanada og Bandaríkjunum. Sjómannaverkfallið nú er ekki til þess fallið styrkja þessa stöðu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gunnlaugur formaður Hinsegin daga

Í gær, 21:39 Gunnlaugur Bragi Björnsson var fyrr í kvöld kjörinn nýr formaður Hinsegin daga í Reykjavík á aðalfundi félagsins.  Meira »

Ingvar Mar oddviti Framsóknar

Í gær, 21:25 Ingvar Mar Jónsson varaborgarfulltrúi verður í efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Nauðgunarmenning í umhverfi okkar

Í gær, 21:00 „Við þurfum að skoða þetta frá öllum hliðum. Á meðan konur eru ekki jafnvaldamiklar og karlar í samfélaginu þá birtist þetta valdamisvægi í ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar og borgarfulltrúi, eftir fund um ofbeldi og ungt fólk. Meira »

Fara fram á fangavist yfir óléttri konu

Í gær, 20:57 Saksóknari fer fram á að kona sem er ákærð fyrir 59 milljóna fjárdrátt verði dæmd til 14 mánaða fangelsisvistar en það kom fram við þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi í morgun. Meira »

Sigurður myndlistarmaður ársins

Í gær, 20:55 Sigurður Guðjónsson var kjörinn myndlistarmaður ársins við afhendingu Myndlistarverðlauna Íslands í Listasafni Reykjavíkur. Hvatningarverðlaun ársins hlaut Auður Lóa Guðnadóttir. Meira »

752 hættu námi í framhaldsskólum

Í gær, 20:29 Alls hættu 752 nemendur námi í framhaldsskólum áður en til lokaprófa kom á haustönn 2017. Þar af voru 403 eldri en 18 ára. Þetta kemur fram í skýrslu Menntamálastofnunar um aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum. Meira »

Heilsurækt á gönguskíðum

Í gær, 19:53 Gönguskíðafélagið Ullur stendur fyrir viðamikilli starfsemi í Bláfjöllum og er mestallt starf unnið í sjálfboðavinnu. Magnús Konráðsson er einn sjálfboðaliðanna og er gjarnan á vaktinni í skála félagsins. „Þegar vel viðrar,“ áréttar kappinn, sem verður 85 ára í haust. Meira »

Davíð Fannar er fundinn

Í gær, 20:12 Davíð Fannar Thorlacius sem lögreglan á Norðurlandi eystra leitaði að fyrr í kvöld er fundinn. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. Meira »

13 fá styrk frá Isavia

Í gær, 19:52 Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga. Við val á styrkþegum er áhersla er lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Meira »

Lögreglan leitar að Davíð Fannari

Í gær, 19:46 Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að Davíð Fannari Thorlacius, 19 ára.  Meira »

Átti ekki von á þessari niðurstöðu

Í gær, 19:19 „Frekar óvænt kom tækifærið núna og ég ákvað bara að stökkva á það,“ segir Hildur Björnsdóttir sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún segir áhugann alltaf hafa blundað í sér en hún hefur hefur starfað sem lögmaður síðustu ár. Meira »

Heimsþing kvenleiðtoga næstu 4 ár

Í gær, 19:11 Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa gert samkomulag við WPL, Women Political Leaders, Global Forum um að efna til Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi ár hvert næstu fjögur ár. Meira »

Kastað í djúpu laugina strax

Í gær, 18:40 Árdís Ilmur Petty er 21 árs Reykjavíkurmær sem hafði lengi langað til þess að flytja til útlanda. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 2016 og þaðan lá leið hennar til Bournemouth á Bretlandi þar sem hún leggur stund á viðburðastjórnun við Bournemouth University. Meira »

Framboðslistinn samþykktur í Valhöll

Í gær, 18:12 Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í vor var samþykktur nánast samhljóða á fundi í Valhöll. Þar fundaði Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Meira »

Svala fékk snert af heilablóðfalli

Í gær, 17:45 Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.  Meira »

Fær 8,7 milljónir vegna umferðarslyss

Í gær, 18:29 Hæstiréttur dæmdi föður manns og tryggingafélag hans til bótaskyldu vegna alvarlegs bílslyss. Farþegi bílsins fær frá þeim tæpar 8,7 milljónir króna í skaðabætur en hann slasaðist töluvert í slysinu. Hann er þó talinn meðábyrgur en ökumaðurinn, sonur hins bótaskylda, lést í slysinu. Meira »

Síðasti „hvellurinn“ í langri hrinu

Í gær, 17:58 Spár gera ráð fyrir enn einu leiðindaveðrinu síðdegis á morgun og annað kvöld. Veðurfræðingur segir þó huggun harmi gegn að allt líti út fyrir að hvellurinn á morgun sé sá síðasti í bili. Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

Í gær, 17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »
SUMARHÚSALÓÐ Í ÖNDVERÐARNESI TIL SÖLU
Grjóthólsbraut 13, innst í botlanga, við golfvöllinn, hola 11. Rotþró, rafm. og ...
Anne-Gaëlle et Benjamin
Le plus beau des voyages c'est celui que nous accomplissons désormais, celui qui...
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraramei... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísa...
 
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...