Engar vísbendingar leitt til gruns

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins þjónar fötluðum börnum og ungmennum og …
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins þjónar fötluðum börnum og ungmennum og fjölskyldum þeirra. mbl.is/Kristinn

Lögreglunni hefur ekki orðið ágengt í rannsókn sinni á árásinni sem framin var í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í Kópavogi 19. desember.

„Engar vísbendingar hafa borist sem leitt hafa til þess að einhver sé grunaður í málinu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Bætir hann við að verið sé að rannsaka hvort lífsýni finnist á grímunni og hnífnum.

Maður­inn sem lög­regl­an leit­ar að vegna árásarinnar er tal­inn vera á bil­inu 20 til 25 ára. Skildi hann eft­ir hníf­inn og svokallaða Scream-grímu, sem er þekkt úr sam­nefnd­um hryll­ings­mynd­um.

Árás­in átti sér stað í stiga­gangi húss­ins, á milli jarðhæðar og annarr­ar hæðar. Var kon­an, sem er starfsmaður við stöðina, á leiðinni upp en árás­armaður­inn á leið niður.

Kon­an fékk skurð á hand­legg þannig að blæddi úr.

Frétt mbl.is: Með Scream-grímu er hann stakk konuna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert