„Við vitum ekki betur“

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og staðan er í dag lítur allt út fyrir að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, flytji ávarp forsætisráðherra á gamlárskvöld.

Ekki er búið að mynda ríkisstjórn eftir alþingiskosningar 29. október. Sigurður Ingi er af þeim sökum enn forsætisráðherra í í ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og mun, að öllu óbreyttu, flytja áramótaávarp á síðasta degi ársins.

Benedikt Sigurðsson, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, sagði í samtali við mbl.is að ræðan væri ekki tilbúin en allt liti út fyrir að Sigurður yrði enn forsætisráðherra á laugardaginn, þó að málin gætu vissulega breyst hratt.

Spurður um hvort unnið væri að ávarpinu svaraði Benedikt því játandi: „Eins og staðan er, jú, þá er það óhjákvæmilegt. Við vitum ekki betur, það hefur enginn tilkynnt okkur um annað.

mbl.is