Björgunarsveitirnar maður ársins

Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar höfðu í nógu að snúast á árinu.
Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar höfðu í nógu að snúast á árinu. mbl.is/Eggert

Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar voru kjörnar maður ársins á Rás 2. Björgunarsveitirnar höfðu í nógu að snúast á árinu og stóðu meðal annars í ströngu núna um jólin.

Kosningunni lauk klukkan 16 í dag og bárust yfir tuttugu þúsund gild atkvæði, að því er Rúv greindi frá.

Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður hjá Reykjavík Media, varð annar í kjörinu en hann var maðurinn á bak við umfjöllunina um Panamaskjölin.

Í þriðja sæti varð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem sagði af sér sem forsætisráðherra vegna umfjöllunarinnar um Panamaskjölin.

Alls voru tíu tilnefndir sem maður ársins hjá Rás 2, eða Birgitta Jónsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Guðni Th. Jóhannesson, landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, Jóhanna Kristjónsdóttir, Sema Erla Serdar, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Katrín Jakobsdóttir og björgunarsveitirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert