Horfir á Skaupið heima með fjölskyldu

Jón Gnarr.
Jón Gnarr.

„Ég myndi segja að þetta sé skaup fyrir alla, fjölskylduskaup held ég. Annars á maður ekkert að vera að segja það. Það er eins og að segja: Nú ætla ég að segja ykkur ógeðslega fyndinn brandara,“ segir Jón Gnarr sem leikstýrir áramótaskaupinu í ár.

Jón segir tökum löngu lokið en þeim lauk 12. desember. „Þetta gekk ótrúlega vel, ekkert kom upp á og þetta hefur gengið eins og smurð vél,“ segir Jón en hann segir eftirvinnslu svo gott sem lokið, aðeins eitthvað af „snuddi og fíníseringum“ í hljóði og mynd.

Handritshöfundar Skaupsins í ár eru ásamt Jóni þau Sigurjón Kjartansson, Þorsteinn Guðmundsson, Helga Braga og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Í Morgunblaðinu í dag segir Jón handritshöfundana hafa myndað frábæran hóp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »