Minntist á endurtalningu í manni ársins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks. mbl.is/Eggert

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir í Facebook-færslu sinni að Ríkisútvarpið hafi spurt hann hvort hann gæti tekið við viðurkenningu sem maður ársins hjá stofnuninni. „Það breyttist eftir endurtalningu og ég er afar sáttur við það,“ segir hann. 

Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar urðu hlutskarpastar í valinu á manni ársins á Rás tvö og segir Sigmundur þær eiga þann titil fyllilega skilið í fyrrnefndri færslu. 

 

 

Frétt mbl.is: Björgunarsveitirnar maður ársins

Haft var samband við þrjá efstu

Frank Hall, dagskrárstjóri Rásar tvö, sagði að haft hafi verið samband við þrjá efstu í valinu á manni ársins. Það var gert áður en farið var yfir kosningarnar og IP-tölur skoðaðar til að koma í veg fyrir að sama manninum hefði verið greitt mörg atkvæði með sömu tölvu í kosningunni.

„Áður en farið var yfir IP-tölurnar voru í efstu þremur sætunum, björgunarsveitirnar, Sigmundur Davíð og Jóhannes Kr.,“ segir Frank. Hann bendir á að þegar haft var samband við Sigmund líkt og hina tvo hafi þeim öllum verið gert grein fyrir því að þeir væru á meðal efstu þriggja í valinu. 

Áramótagleði RÚV

Ástæðan fyrir því að haft var samband við alla þrjá sem komu til greina er sú að maður ársins verður gestur í áramótagleði RÚV sem hófst í Sjónvarpinu klukkan átta í kvöld og er í umsjón Kastljóss og Gísla Marteins Baldurssonar. Þáttastjórnendur vildu hafa vaðið fyrir neðan sig við undirbúning þáttarins, að sögn Franks. 

Eftir talninguna hafnaði Jóhannes Kr. Kristjánsson hjá Reykjavík Media, í öðru sæti en hann stóð á bak við umfjöllunina um Panamaskjölin. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði af sér vegna umfjöllunar um Panamaskjölin, varð í því þriðja. 


  

mbl.is

Bloggað um fréttina