Tilvist jólasveinanna sönnuð

Íslensku jólasveinarnir eru þekktir fyrir stríðni og pretti. Fyrir jólin …
Íslensku jólasveinarnir eru þekktir fyrir stríðni og pretti. Fyrir jólin í fyrra ákváðu þeir hins vegar að snúa blaðinu við og hjálpa UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, að koma hinum ýmsu hjálpargögnum til barna í neyð – svokölluðum sönnum gjöfum. Teikning/Brian Pilkington

Íslendingar fóru mikinn í verslun fyrir jólin líkt og fyrri ár. Mörgum þótti ánægjuleg viðbót við jólaverslunina vera vefverslunin sannargjafir.is sem UNICEF á Íslandi heldur úti. Þar getur almenningur keypt hjálpargögn fyrir bágstödd börn víða um heim. Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu daga var slegið met fyrir jólin en sannar gjafir seldust fyrir nærri 28 milljónir á árinu. Það er tvöföldun frá árinu 2015, sem þó var metár.

„Hafi einhver efast um tilvist jólasveinanna, þá eru sannar gjafir óræk sönnun á hinu gagnstæða,“ segir Grýla, móðir jólasveinanna og talsmaður. „Við vísum öllum efasemdaröddum aftur til föðurhúsanna.“

​Íslensku jólasveinarnir eru þekktir fyrir stríðni og pretti. Fyrir jólin í fyrra snéru þeir hins vegar við blaðinu og ákváðu að hjálpa UNICEF að koma hinum ýmsu hjálpargögnum til barna í neyð. Sveinarnir voru því aldeilis á faraldsfæti á árinu. Til að leggja lóð sitt á vogarskálarnir fylgdist mbl.is með ferðum þeirra og birti ferðasögur þeirra á aðventunni.

Sannar gjafir seldust fyrir nærri 28 milljónir á árinu.
Sannar gjafir seldust fyrir nærri 28 milljónir á árinu. Ljósmynd/UNICEF

Fjölskylda keypti vatnsdælu

Fyrir jólin veltu margir fyrir sér hvort jólasveinarnir væru hættir að gefa í skóinn á Íslandi, enda er það mikið og krefjandi verk að koma sönnum gjöfum til barna um allan heim. Mál manna eftir jólavertíðina er að sveinarnir hafi leyst bæði verkefnin afbragðsvel þrátt fyrir að hafa verið á ferð og flugi allt árið á vegum UNICEF.

Að sögn Grýlu dreifðist salan á sönnum gjöfum nokkuð vel fyrir þessi jólin, en hlý teppi og jarðhnetumauk nutu þó mestra vinsælda. „Svo má hrósa sérstaklega alveg yndislegri fjölskyldu sem festi kaup vatnsdælu,“ segir hún.

„Það er verulega vegleg gjöf sem á eftir að koma að virkilega góðum notum. Það fékk sko enginn úr þessari fjölskyldu kartöflu í skóinn fyrir jólin!“

Hér má sjá starfsmann UNICEF mæla handlegg vannærðrar stúlku í …
Hér má sjá starfsmann UNICEF mæla handlegg vannærðrar stúlku í Madaya. AFP

Enn þörf fyrir Sannar gjafir

Grýla minnir á að enn er hægt að kaupa sannar gjafir á www.sannargjafir.is. 

„Þörfin er mikil víða um heim,“ segir hún. „Það vantar hlý teppi, næringarmjólk og næringarríkt jarðhnetumauk sem er frábært vopn gegn vannæringu. Strákarnir mínir sjá um að koma þeim til skila. Þessar gjafir kosta ekki mikið en geta skipt sköpum fyrir krakka sem búa við stríðsátök og örbirgð.“

Starfsmaður UNICEF í Sýrlandi skoðar vannært barn.
Starfsmaður UNICEF í Sýrlandi skoðar vannært barn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert