Flugeldasalan meiri en í fyrra

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kom við hjá björgunarsveitunum og …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kom við hjá björgunarsveitunum og keypti flugelda. Ljósmynd/Landsbjörg

„Flestum ber saman um að salan í ár sé jafnvel ívið meiri en í fyrra,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, um flugeldasölu björgunarsveitanna fyrir gamlárskvöld.

Þá hefur verið áberandi meiri sala á stóru skottertunum, sem bannað verður að selja að ári.

„Björgunarsveitarmenn eru almennt ánægðir með söluna og þakka fyrir stuðninginn,“ segir Þorsteinn.

Bætir hann við að á hverju ári sé hann alltaf með eilítinn hnút í maganum vegna þessa.

„Þetta hefur svo mikið að segja. Flugeldasalan er hátt í sjötíu, áttatíu prósent af innkomu björgunarsveitanna. Þannig þetta skiptir máli.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert