Katrínu eða Óttari að kenna?

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Mér finnst eins og mörgum öðrum nokkuð erfitt að horfast í augu við að það verði hér ríkisstjórn mjög langt til hægri. Það er samt ómaklegt að kenna einum manni þar um,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni þar sem hún vísar til Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar, en Óttarr hefur fengið á sig talsverða gagnrýni að undanförnu af vinstrivæng stjórnmálanna vegna stjórnarmyndunarviðræðna hans við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn.

„Kjósendur gáfu þeim flokkum sem vilja fara í grundvallarbreytingar ekki meirihluta, það er staðreynd og ekki hægt að horfa fram hjá því. Óttarr Proppé lagði sig mjög mikið fram við að reyna að koma á fimm flokka ríkisstjórnarsamstarfi þegar Píratar voru með umboðið. Það var flokkur sem vill ekki grundvallarbreytingar sem gat ekki hugsað sér að halda áfram með þessar samræður, ekki BF,“ segir Birgitta ennfremur og vísar þar til Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður VG.
Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður VG. mbl.is/Rósa Braga

„Steingrímur [J. Sigfússon, þingmaður VG,] var reyndar mun tilbúnari til að finna sáttaleið en við áttum von á. Það var Katrín [Jakobsdóttir, formaður VG,] sem tók þessa ákvörðun í stað þess að láta reyna á lokahnykkinn í viðræðunum,“ segir Birgitta síðan áfram í umræðum um stöðufærsluna og bætir við: „Það að standa vörð um sama sjávarútvegskerfið er ekki beint eitthvað sem ég myndi klappa einhverjum á bakið fyrir. VG hefði náð í gegn mjög mikið af sínum helstu málefnum sem þau lögðu áherslu á í aðdraganda kosninga.“

„Nóg að nota innihaldslausa frasa“

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður VG, blandar sér í umræðuna og segir: „Óttalega finnst mér þetta nú billegt hjá þér Birgitta Jónsdóttir.“ Á öðrum stað í umræðunni segir Álfheiður: „Ekki gleyma því gott fólk fyrir hvað Vinstri-græn standa - til hvers hreyfingin var kosin á þing. Katrín Jakobsdóttir er ein af fáum foringjum í stjórnmálastétt sem ekki skipti um stefnu eftir kosningar til þess eins að fara í ríkisstjórn. Og það kunnum við kjósendur VG að meta.“

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. mbl.is/Árni Sæberg

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, sér einnig ástæðu til að blanda sér í umræðuna og beinir orðum sínum líkt og Álfheiður að Birgittu: „Þetta var skrýtið skot, mín kæra, og ég skil ekki alveg hvað býr að baki. En það er allt í lagi, ég er löngu hættur að þurfa að skilja allt. Ég skil þó að í dag er pólitíkin þannig að það er nóg að nota innihaldslausa frasa eins og kerfisbreytingar eða grundvallarbreytingar og þá þarf maður ekkert að rökstyðja mál sitt frekar.“

Fleiri taka þátt í umræðunni og þar á meðal Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og frambjóðandi Pírata fyrir síðustu þingkosningar. „Þessi hægri stjórn, langt, langt, langt til hægri er í boði Vinstri-grænna og þá sérstaklega Katrínar Jakobsdóttur. Það var meira að segja hálendisþjóðgarður í boði en VG sagði nei. Vinstri hvað? Grænt hvað? Megi þetta duglausa eiginhagsmunalið fara sömu leið og Samfylkingin í næstu kosningum.“

Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður.
Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Innlent »

Logi skilaði inn framboði

Í gær, 22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

Í gær, 22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

Í gær, 21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

Í gær, 21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

Í gær, 21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

Í gær, 20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

Í gær, 20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Reglur settar um álaveiðar

Í gær, 20:19 Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta segir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram. Meira »

Norðurljós og rafiðnaður

Í gær, 20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

Í gær, 19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

Í gær, 19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

Í gær, 19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

Í gær, 18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

Í gær, 18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

Í gær, 18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

Í gær, 18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

Í gær, 18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...