Hlýtt ár að baki

Síðastliðið ár var það hlýjasta frá upphafi mælinga á Stykkishólmi.
Síðastliðið ár var það hlýjasta frá upphafi mælinga á Stykkishólmi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Nýliðinn desember varð á meðal þeirra hlýjustu en árið 2016 var eitt þriggja hlýjustu frá upphafi mælinga, samkvæmt útreikningum Trausta Jónssonar, veðurfræðings.

Trausti heldur úti bloggsíðu þar sem veðuráhugafólk getur fylgst með hinum ýmsu fróðleiksmolum tengdum veðri. Þar kemur fram að nýliðið ár hafi verið það  næsthlýjasta frá upphafi mælinga í Reykjavík. Meðalhiti í höfuðborginni varð 6,0 stig en árið 2014 varð hitinn 5,99 stig. Árið 2003 situr í efsta sætinu en hitinn þá varð 6,06 stig.

Meðalhitinn á Akureyri varð 4,9 stig og er það 4. til 5. hlýjasta árið þar. Ofar eru árin 1933, 2014 og 2003. Nýliðið ár varð það hlýjasta frá upphafi mælinga í Stykkishólmi. Meðalhitinn varð 5,5 stig, 0,1 stigi ofan við árið 2003.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert