Funda hjá sáttasemjara í næstu viku

Fundur í kjaradeilu Fé­lags kenn­ara og stjórn­enda í tón­list­ar­skól­um (FT) …
Fundur í kjaradeilu Fé­lags kenn­ara og stjórn­enda í tón­list­ar­skól­um (FT) og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga verður hjá Ríkissáttasemjara í næstu viku. mbl.is/Eggert

Fyrsti fundur á nýju ári í kjaradeildu Fé­lags kenn­ara og stjórn­enda í tón­list­ar­skól­um (FT) og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga verður hjá Ríkissáttasemjara þriðjudaginn 10. janúar. Að sögn Ingu Rúnar Ólafsdóttur, formanns samninganefndar Sambandsins, bjóst hún ekki við að óformlegir fundir yrðu milli hópanna fyrir það. 

Samn­ing­ar við fé­lagið hafa verið laus­ir frá 1. nóv­em­ber 2015. Síðasti fundur í kjaradeilunni var rétt fyrir jól. Þá lagði FT fram tilboð að skamm­tíma­samn­ingi en því var hafnað. Í kjölfarið sendi FT frá sér tilkynningu þar sem meðal annars kom fram að erfitt væri „að knýja fram upp­byggi­legt sam­tal um sjálf­sagðar og löngu tíma­bær­ar um­bæt­ur á kjara­samn­ingn­um.“

Eftir það sendi Samband íslenskra sveitarfélaga frá sér yfirlýsingu. Þar kemur meðal annars fram: „Staðreyndin er sú að kröfur FT ganga út á það að tónlistarkennarar og stjórnendur innan FT njóti hærri kjara en sambærileg störf innan Félags grunnskólakennara, Félags leikskólakennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna. Á það getur samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga ekki fallist.“

mbl.is