Mannréttindadómstóll kemur til greina

Svo gæti farið að Félag íslenskra flugumferðarstjóra skjóti málinu til …
Svo gæti farið að Félag íslenskra flugumferðarstjóra skjóti málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Félag íslenskra flugumferðarstjóra er að velta því fyrir sér að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna kjaramáls sem það tapaði í Hæstarétti Íslands í nóvember síðastliðnum.

„Það er í skoðun en það hefur ekkert verið ákveðið,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.

Frétt mbl.is: Máli flugumferðarstjóra vísað frá

Hæstiréttur vísaði frá máli félagsins gegn Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu. Félagið krafðist þess að viðurkennt yrði að sér væri heimilt að efna til verkfalls. Einnig krafðist það þess að kjör félagsmanna sinna yrðu ekki ákveðin af gerðardómi en þar varð gerð sátt í kjaradeilunni.

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Þórður

Félag íslenskra flugumferðarstjóra skaut málinu til Hæstaréttar 2. ágúst síðastliðinn. Um tveimur vikum áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað íslenska ríkið og Samtök atvinnulífsins af kröfum félagsins.

Flugumferðarstjórar felldu nýjan kjarasamning á síðasta ári.
Flugumferðarstjórar felldu nýjan kjarasamning á síðasta ári. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Í lok júní náðist samkomulag milli Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia og Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar gengu til atkvæðagreiðslu um samninginn og felldu hann með rúmum 60 prósentum atkvæða. Flugumferðarstjórar höfðu þá verið samningslausir frá 1. febrúar á þessu ári.

Hinn 6. apríl efndi Félag flugumferðarstjóra til yfirvinnubanns sem hafði m.a. slæm áhrif á flugkennslu í landinu.

Frétt mbl.is: Skelfileg áhrif á flugkennslu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert