Öskuský tíðari en áður var talið

Gosstrókurinn frá Eyjafjallajökli, séð frá Fljótshlíðinni.
Gosstrókurinn frá Eyjafjallajökli, séð frá Fljótshlíðinni. mbl.is/Golli

Öskuský af völdum eldgosa, sem truflað geta flugumferð yfir Norður-Evrópu, gætu verið tíðari en áður var talið. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á öskulögum víða í álfunni, en næstum öll eiga þau uppruna sinn að rekja til Íslands.

Fyrri rannsóknir höfðu leitt í ljós að um 56 ár líði að meðaltali á milli slíkra atburða, en nú þykir sýnt að tíðnin sé meiri eða að meðaltali eitt tilvik á hverjum 44 árum.

Um 250 milljónum tonna af fíngerðum kornum var hleypt upp í andrúmsloftið þegar gos varð undir Eyjafjallajökli árið 2010, og þotur voru kyrrsettar vítt og breitt um Evrópu.

Frétt mbl.is: Flugumferð áfram bönnuð

Aska úr eldgosinu í Eyjafjallajökli dreifðist yfir Norður-Evrópu árið 2010.
Aska úr eldgosinu í Eyjafjallajökli dreifðist yfir Norður-Evrópu árið 2010. mbl.is/Kristinn

Meiri gögn, öruggari niðurstöður

Eldgosið í Grímsvötnum aðeins ári síðar olli einnig truflunum á flugumferð, þó talsvert minni.

En þrátt fyrir að aðeins ár hafi liðið á milli þessara gosa, segja vísindamenn að tíðnin sé í raun og veru nokkuð lítil.

„Því meiri gögn sem þú hefur undir höndum, þeim mun öruggari geturðu verið með niðurstöðuna, og það er það sem við vildum gera með þessari rannsókn,“ segir dr. Ivan Savov við Leeds-háskóla í samtali við fréttastofu BBC.

Niðurstöðurnar voru birtar í grein í fræðiritinu Earth and Planetary Science Letters.

Aðalhöfundur greinarinnar, Liz Watson, segir að niðurstöðurnar geti aðstoðað flugfélög, tryggingafyrirtæki og almenning í áætlunum sínum, og hjálpað þeim að minnka tap sitt vegna mögulegra truflana af þessum sökum.

Skriflegar heimildir um öskufall í Evrópu ná aðeins nokkur hundruð ár aftur í tímann. Þurftu rannsakendur því að skoða jarðlög til að skilja tíðni eldgosanna yfir lengri tímabil.

Askan sem féll á Mýrdalssandi var afar fíngerð og þyrlaðist ...
Askan sem féll á Mýrdalssandi var afar fíngerð og þyrlaðist upp þegar bílum var ekið austur eftir Suðurlandsvegi, inn í gosmökkinn. mbl.is/Ómar

Skoðuðu mýrlendi og vatnsbotna

Til staðar var ágætur gagnagrunnur yfir sýni úr jarðlögum, sem sýndu hvar og hvenær aska hefði fallið til jarðar, en Watson og kollegar hennar vildu athuga hvort það væru einhverjar gloppur í grunninum.

Skoðaði hópurinn því mýrlendi og vatnsbotna í Englandi, Wales, Svíþjóð og Póllandi, þar sem borað var niður í jörðina til að finna leifar af agnarsmáum glerbrotum sem eldfjöll mynda, svokallaða gosmöl eða gjósku.

Og hvert sem litið var, mátti finna ný og áður óþekkt öskulög, sem gáfu til kynna að gloppur í gagnagrunninum væru af völdum ónógra fyrri rannsókna.

Sé litið til síðustu sjö þúsund ára, sýna gögn að 84 öskuský breiddust á því tímabili yfir Norður-Evrópu. Voru þau næstum eingöngu frá Íslandi komin, utan nokkurra frá Alaska og Rússlandi.

mbl.is

Innlent »

Kalt um allt land á morgun

Í gær, 22:32 Kalt verður á öllu landinu á morgun en spár gera ráð fyrir allt að tólf gráðu frosti. Áttin verður norðlæg eða breytileg, 8-15 metrar á sekúndu og víða léttskýjað. Meira »

Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

Í gær, 22:03 Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var samkvæmt héraðsdómi gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Meira »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

Í gær, 21:26 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Laus úr vaðhaldi en er í farbanni

Í gær, 21:24 Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann. Meira »

Minnisvarði kom til bjargar í hálkunni

Í gær, 20:41 Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku á veginum við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á minnisvarða sem stendur í beygjunni við veginn. Meira »

Undirbúa opnun neyslurýma

Í gær, 19:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Meira »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

Í gær, 19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

Í gær, 19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

Í gær, 19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

Í gær, 19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Reyndi að smygla stinningarlyfi til landsins

Í gær, 18:57 Karlmaður var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að smygla 2.1999 stykkjum af stinningarlyfinu Kama­gra til landsins. Meira »

Fimm áskrifendur til Stokkhólms

Í gær, 18:40 Fimm heppn­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins unnu ferð fyr­ir tvo til Stokkhólms í gær en þá var dregið í annað sinn af tíu úr áskriftarleik Árvakurs og WOW air. Meira »

Rannsókn á leka úr Glitni hætt

Í gær, 18:02 Rannsókn á leka úr Glitni banka hefur verið hætt af hálfu embætti héraðssaksóknara. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið kærði gagnaleka úr þrota­búi Glitn­is í október í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að rannsókn hafi verið hætt, en Rúv greindi frá málinu fyrr í dag. Meira »

„Íslandsmet í tollheimtu“

Í gær, 17:55 Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ríkinu hafi verið heimilt að leggja 76% toll á franskar kartöflur á árunum 2010-2014 eru Félagi atvinnurekenda mikil vonbrigði. „Allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

Í gær, 17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Viðraði áhyggjur vegna lánveitinga

Í gær, 18:01 Ákæruvaldið og verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis greinir á um það hvort eðlismunur sé á sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöllinni og tilkynntum viðskiptum, svokölluðum utanþingsviðskiptum. Innri endurskoðandi Glitnis viðraði áhyggjur af háum lánum til lykilstarfsmanna í júlí árið 2008. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

Í gær, 17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

Í gær, 17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 448.000,-
Stapi er nýtt hús frá 2017 sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan mark...
Járnabakkar - Járnabindingar
Erum með fjölmargar gerðir af járnabökkum, bindivír, stjörnur og fjarlægðarstein...
Rúmteppastandur
Rúmteppastandur Mjög flottur rúmteppastandur á svaka góðu verði, aðeins kr. 3.50...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...