Skjálfti upp á 3,5 stig

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Jarðskjálfti upp á 3,5 stig reið yfir klukkan 7:09 í morgun en upptök hans voru vestarlega í Kötluöskjunni undir Mýrdalsjökli.

Í gærkvöldi kl. 18:39 varð jarðskjálfti við suðurbrún Bárðarbunguöskjunnar að stærð 3,7. Um hádegið í gær, 4. janúar kl. 11:56, varð jarðskjálfti af stærð 3,8 í Grafningnum, 3 km sunnan við Þingvallavatn. Skjálfti af stærðinni 2,8 mældist hálftíma áður. Jarðskjálftinn fannst vel á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert