„Ljótur leikur hjá fiskvinnslunni“

Aðalsteinn Árni Baldursson
Aðalsteinn Árni Baldursson mbl.is/Sigurður Bogi

Kjaradeila sjómanna og útgerðarinnar er í hörðum hnút og fátt bendir til þess að lausn náist í bráð, segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar – stéttarfélags í Þingeyjarsýslum. Innan vébanda þess eru bæði landverkafólk og sjómenn, alls um 200 manns.

„Mér hefur fundist fiskvinnslan um allt land leika ljótan leik með því að senda starfsmenn sína heim og á atvinnuleysisbætur. Það hefði verið miklu eðlilegra að fólkið yrði áfram á launaskrá fyrirtækjanna, sem hefðu svo fengið þessi útgjöld endurgreidd að stórum hluta út Atvinnuleysistryggingasjóði, eins og heimild er fyrir.

Þá er þetta mjög slæmt fyrir starfsfólk sem er yngra en átján ára, enda hefur það ekki rétt til atvinnuleysisbóta heldur þarf stuðning félagsþjónustunnar til að framfleyta sér,“ segir Aðalsteinn Árni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina