„Bagalegt að brautinni hafi verið lokað“

Jón Gunnarsson, samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálaráðherra.
Jón Gunnarsson, samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálaráðherra. mbl.is/Eggert

Eini raunhæfi kosturinn er að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Þetta sagði Jón Gunnarsson, samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálaráðherra, þegar hann mætti til Bessastaða í dag þegar ný ríkisstjórn tók við. 

„Mér þykir bagalegt að brautinni hafi verið lokað,“ svaraði hann þegar sjónvarpsmaður Stöðvar tvö spurði hann hvort hann myndi opna brautina að nýju. Hann sagðist ætla að skoða nánar hver staða flugvallarins væri í innanríkisráðuneytinu. Og bætti við að hann sagðist taka við góðu búi fráfarandi ráðherra, Ólöfu Nordal, sem lætur af þingmennsku.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrósaði Jóni, nýj­um sam­gönguráðherra, fyrir að sýna mik­il­vægi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar skiln­ing í Facebook-færslu sinni.

Frétt mbl.is: „Svei mér þá!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert