Ellefu lyklar skiptu um hendur

Lilja Alfreðsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson.
Lilja Alfreðsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Golli

Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar fengu afhenta lykla að ráðuneytum sínum í dag. Ljósmyndarar mbl.is voru á staðnum til að fanga augnablikin.

Tilkynnt var um ráðherraskipan í gærkvöldi að loknum þingflokksfundum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Sjálfstæðismenn fá sex ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. 

Bjarni Bendediktsson var fyrstur í röðinni. Hann tók við lykli, eða réttara sagt „nútímalykli“, að forsætisráðuneytinu úr höndum Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson. mbl.is/Eggert

Þeir tveir störfuðu saman í síðustu ríkisstjórn en þá var Bjarni fjármálaráðherra. Bjarni sagði að Sigurður Ingi hefði sem forsætisráðherra setið djúpt í hnakkinum eins og góður hestamaður og að hann gæti dregið mikinn lærdóm af honum.

Frétt mbl.is: „Hefur setið djúpt í hnakkinum“

Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson.
Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson. mbl.is/Árni Sæberg

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tók skömmu síðar við lyklinum að fjármálaráðuneytinu úr höndum frænda síns Bjarna Benediktssonar.

Kristján Þór Júlíusson og Óttarr Proppé.
Kristján Þór Júlíusson og Óttarr Proppé. mbl.is/Eggert

Í velferðarráðuneytinu afhenti Kristján Þór Júlíusson Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar og nýjum heilbrigðisráðherra, sinn lykil. Óttarr gaf Kristjáni Þór í staðinn bók eftir Gyrði Elíasson og sagði að hann gæti tekið hana með sér inn í nýtt starf sem mennta- og menningarmálaráðherra.

Frétt mbl.is: Telur í og fer svo af stað

Þorsteinn Víglundsson og Eygló Harðardóttir.
Þorsteinn Víglundsson og Eygló Harðardóttir. mbl.is/Eggert

Skammt frá tók Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, við lykli að félagsmálaráðuneytinu úr höndum Eyglóar Harðardóttur. Eygló óskaði Þorsteini velfarnaðar í starfi og sagði að hann þekkti vel til málaflokksins en hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Frétt mbl.is: Óskaði Þorsteini velfarnaðar í starfi

Kristján Þór Júlíusson og Illugi Gunnarsson.
Kristján Þór Júlíusson og Illugi Gunnarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Næst var röðin komin að Kristjáni Þór Júlíussyni að fá lyklavöldin sem mennta- og menningarmálaráðherra og var það Illugi Gunnarsson sem annaðist afhendinguna.

Jón Gunnarsson og Ólöf Nordal.
Jón Gunnarsson og Ólöf Nordal. mbl.is/Árni Sæberg

Ólöf Nordal afhenti Jóni Gunnarssyni lykilinn að skrifstofu samgönguráðherra. Jón sagði í samtali við mbl.is í gær að tíu ára þingreynsla hans ætti eftir að nýtast honum vel í starfinu.

Frétt mbl.is: Tíu ára þingreynsla gott veganesti

Sigríður Á. Andersen og Ólöf Nordal.
Sigríður Á. Andersen og Ólöf Nordal. mbl.is/Árni Sæberg

Sigríður Á. Andersen tók við lyklinum að dómsmálaráðuneytinu, einnig úr höndum Ólafar Nordal. 

Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Golli

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við lykli að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu úr höndum Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Framsóknarflokksins.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir. mbl.is/Golli

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar og afhenti Ragnheiður Elín Árnadóttir henni lykilinn að ráðuneytinu.

Björt Ólafsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir.
Björt Ólafsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, fékk lykilinn að ráðuneyti umhverfis- og auðlindamála úr höndum Sigrúnar Magnúsdóttur.

Icesave-bollinn sem Guðlaugur Þór fékk að gjöf.
Icesave-bollinn sem Guðlaugur Þór fékk að gjöf. mbl.is/Golli

Loks var það Guðlaugur Þór Þórðarson sem fékk lykilinn að utanríkisráðuneytinu hjá Lilju Alferðsdóttur. Guðlaugur hlaut einnig að gjöf forláta Icesave-bolla frá Lilju. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lakari eldvarnir hjá ungu fólki

12:57 Fólk á aldrinum 25 til 34 ára stendur öðrum langt að baki þegar kemur að eldvörnum á heimilinu, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og Eldvarnabandalagið. Meira »

Yrði dæmdur fyrir að standa með konunni

12:36 „Það var alls ekki ætlunin að hafa í hótunum,“ segir Einar Bárðarson, maður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, um bréf sem hann sendi Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR, og Sólrúnu Kristinsdóttur, starfsmannastjóra OR, í kjölfar uppsagnar Áslaugar Thelmu. Meira »

Vara við brennisteinslykt við Sólheimajökul

12:16 Veðurstofa Íslands varar við mikilli brennisteinslykt við Sólheimajökul og Jökulsá á Sólheimasandi. Er fólki ráðlagt að halda sig frá lægðum í landslagi og vera ekki nálægt jökulánni. Meira »

Kálmál til skoðunar hjá MAST

11:49 Matvælastofnun hefur til skoðunar innflutning og dreifingu á romaine-káli hér á landi vegna upplýsinga um E.coli-bakteríusmit í slíku salati í Bandaríkjunum. Þar hafa heilbrigðisyfirvöld varað neytendur við neyslu romaine-salats í kjölfar þess að 32 manneskjur veiktust. Meira »

Tæplega helmingur enn útistandandi

11:42 Verulegur stígandi hefur verið í fjölda veglykla og ónotaðra miða í Hvalfjarðargöngin sem búið er að skila, en afgreiðslustöðum Spalar verður lokað um næstu mánaðamót. „Það er búið að vera þó nokkuð margt fólk að koma og skila,“ segir Anna Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Spalar ehf. Meira »

„Spörkuðu ítrekað í son minn“

11:38 „„Pabbi ...Strákarnir voru að sparka í mig og ég veit ekki af hverju ... Þeir sögðu eitthvað „ginger“ og það hlógu allir a[ð] mér og ég skil ekki af hverju?““ Þannig hefst Facebook-færsla Hákonar Helga Leifssonar en rauðhærður sonur hans varð fyrir aðkasti í gær. Meira »

Vildu ekki stokka upp sætaröðun

11:13 Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar hafnaði í síðustu viku tillögu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að dregið verði í sæti í borgarstjórn. Meira »

Geymd í læstri skjalatösku milli kosninga

11:01 Víða eru gerðarbækur geymdar í skjalageymslum eða á skrifstofum sveitarfélaganna milli kosninga. Óvenjulegri geymslustaðir finnast þó. Þannig er kjörstjóri Strandabyggðar með gerðabókina í læstri skjalatösku og í Svalbarðshrepps og Hörgársveit eru þær geymdar í atkvæðakassa hreppsins. Meira »

Leggja frekar til lækkun hámarkshraða

10:26 Vegagerðin telur að frekar ætti að lækka leyfðan ökuhraða almennrar umferðar á þjóðvegum landsins heldur en að hækka leyfðan ökuhraða vörubifreiða og annarra ökutækja sem nú er bundinn við 80 kílómetra hámarkshraða á klukkustund á bundnu slitlagi. Meira »

„Ég upplifi mig sem tannhjól atvinnulífsins“

10:11 Gunnar Sigurðarson, sem oftast hefur verið nefndur Gunnar samloka eða Gunnar á Völlum, hefur verið ráðinn viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins. Hulda og Logi slóu á þráðinn til að forvitnast um starfið. Meira »

Jólabjalla setur svip á Bankastræti

08:18 Rúmur mánuður er til jóla en þau eru samt farin að minna á sig. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í gær að setja upp jólaskreytingar í miðborginni. Meira »

Veggjöld fjármagni vegagerðina

07:57 Viðræðuhópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og ríkisins hefur skilað niðurstöðu varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Fulltrúar ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu munu nú yfirfara tillögurnar. Meira »

Minni olía notuð til að ná í betra hráefni

07:37 Nýr Cleopatra-bátur, Indriði Kristins BA 751, sem Þórsberg ehf. á Tálknafirði hefur keypt frá Trefjum gerir útgerðinni kleift að minnka olíukostnað. Áhöfnin getur lagt tvær lagnir í hverjum róðri og þannig minnkað stímið um helming. Meira »

Allt að tíu stiga frost í nótt

06:55 Spáð er allt að tíu stiga frosti í innsveitum á Norðausturlandi í nótt en gert er ráð fyrir að þar verði heiðskírt. Ekki er spáð frosti með suðurströndinni. Meira »

Þjófnaður á bókasafninu

06:09 Kona varð fyrir því óláni að stolið var frá henni munum þar sem hún var á bókasafninu í miðborginni síðdegis í gær. Meðal annars var síma hennar stolið, greiðslukorti og lyfjum. Meira »

Vill kaupa 8 milljarða hlut í lóninu

05:30 Eignarhaldsfélagið Kólfur ehf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé framtakssjóðsins Horns II í Bláa lóninu. Hlutur sjóðsins í fyrirtækinu er tæplega 20% og er metinn í bókum hans á ríflega 8 milljarða króna. Meira »

Borgarlínan meðal verkefna í pípunum

05:30 Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið niðurstöður starfshóps varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Meira »

Hönnun Landsbankans að ljúka

05:30 Gerð aðaluppdrátta nýrra höfuðstöðva Landsbankans eru á lokastigi. Áætlað er að í desember verði þeir sendir til byggingarfulltrúa Reykjavíkur. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa bankans. Meira »

Tíminn er að hlaupa frá okkur

05:30 „Tíminn er að hlaupa frá okkur. Margir bændur bíða með ákvörðun um það hvort þeir treysta sér til að halda áfram eftir því hvort og þá hver aðkoma ríkisins verður.“ Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Póstkort
Langar þig að fá póstkort sent einhvers staðar úr heiminum? Þá er www.postcrossi...