SPRON-málið fyrir Hæstarétti í dag

Frá aðalmeðferð í SPRON-málinu.
Frá aðalmeðferð í SPRON-málinu. mbl.is/Styrmir Kári

Málflutningur í SPRON-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag, en í málinu voru stjórn og sparisjóðsstjóri SPRON ákærð fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða lánveitingar til félagsins Exista í lok september 2008. Í héraðsdómi voru allir hinir ákærðu aftur á móti sýknaðir þegar dæmt var í málinu í júní árið 2015.

Þau sem voru ákærð í mál­inu voru fyrr­ver­andi stjórn­ar­menn­irn­ir, þau Ari Berg­mann Ein­ars­son, Jó­hann Ásgeir Bald­urs, Mar­grét Guðmunds­dótt­ir og Rann­veig Rist, sem og fyrr­ver­andi spar­is­sjóðsstjóri SPRON, Guðmund­ur Örn Hauks­son.

Í dómi héraðsdóms sagði að ekkert benti til þess að stjórn­ar­menn­irn­ir hefðu látið hjá líða að afla upp­lýs­inga um greiðslu­getu eða eigna­stöðu fé­lags­ins við lán­veit­ing­una eins og sak­sókn­ari hélt fram.

Sérstakur saksóknari taldi aftur á móti að hin ákærðu hefðu misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu með lánveitingunni sem var samþykkt á fundi stjórnar sparisjóðsins 30. september 2008. Var lánið veitt sem peningamarkaðslán án trygginga og án þess að mat væri lagt á greiðslugetu og eignastöðu Exista í samræmi við útlánareglur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert