Aukaflug til Helsinki í haust

Margir hyggjast fylgja landsliðinu í körfuknattleik á Eurobasket í Helsinki.
Margir hyggjast fylgja landsliðinu í körfuknattleik á Eurobasket í Helsinki. mbl.is/Árni Sæberg

Laugardaginn 2. september næstkomandi verður merkisdagur í íslenskri íþróttasögu. Þann dag leikur Ísland tvo landsleiki í Finnlandi, í körfuknattleik og knattspyrnu.

„Við finnum fyrir miklum áhuga á þessum íþróttaviðburðum,“ segir Guðjón Arngrímsson, blaðafulltrúi Icelandair. Á þessum tíma er flogið tvisvar á dag til Helsinki. Nú hefur verið bætt við aukaflugi dagana 1.-3. september þannig að þá daga munu þrjár vélar fljúga daglega til og frá Helsinki.

Ísland mætir Póllandi í Evrópukeppninni, Eurobasket, í Helsinki 2. september. Síðar sama dag leikur Ísland gegn Finnlandi í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Sá leikur fer fram í borginni Tampere og hefst klukkan 19.

Vitað er að ferðaskrifstofur íhuga að skipuleggja hópferðir. Því gæti svo farið að flugferðum yrði fjölgað enn frekar.

Bætt við klukkan 8:40

Gamanferðir hafa leigt þotu vegna leikjanna og bjóða upp á ferð til Finnlands frá 1. til 4. september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert