Banaslys á Grindavíkurvegi

mbl.is/Sverrir

18 ára stúlka lést í bílslysinu sem varð á Grindarvíkurvegi, norðan við afleggjarann að Bláa lóninu, á níunda tímanum í morgun. Einn aðili er alvarlega slasaður og er á gjörgæsludeild. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 

Kemur þar fram að klukka 08:56 hafi lögreglunni borist tilkynning um harðan árekstur tveggja bifreiða. 

Veginum var lokað og allt tiltækt lið lögreglunnar á Suðurnesjum sent á slysstað. Vegurinn var opnaður á ný í hádeginu.

mbl.is