Býður börnum Nýja testamentið

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þetta er eitthvað sem við urðum vör við í síðustu viku,“ segir Flosi Einarsson, aðstoðarskólastjóri í Grundarskóla á Akranesi, í samtali við mbl.is. Maður hefur nálgast nemendur á skólalóðinni og boðið þeim að þiggja bækur.

Skessuhorn greindi fyrst frá málinu.

„Maður þessi hefur nálgast nemendur í grennd við skólann og á skólalóðinni og boðið þeim að þiggja bækur. Um er að ræða hávaxinn eldri mann með hvítt hár og sítt skegg. Hann klæðist grænni úlpu, ferðast um á ljósleitum bíl, en ekur í burtu þegar hann verður var við starfsmenn skólans. Nemendum gefur hann síðan Nýja testamentið,“ segir Flosi Einarsson aðstoðarskólastjóri Grundaskóla í tölvupósti sem sendur hefur verið foreldrum barna í skólanum.

„Þetta er ekki alveg sú hegðun sem maður vill í kringum skóla. Við hefðum frekar viljað bjóða manninn velkominn inn í spjall,“ segir Flosi og tekur það fram að maðurinn hafi ekki sýnt af sér neina ógnandi eða óeðlilega hegðun:

„Vð vorum bara að minna fólk á að segja börnunum sínum að fara varlega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert