Rannsókn á veiðiþjófnaði á lokametrum

Rannsókn lögreglu í veiðiþjófamálinu svonefnda í Hornvík á Hornströndum er …
Rannsókn lögreglu í veiðiþjófamálinu svonefnda í Hornvík á Hornströndum er á lokametrunum. Ljósmynd/Rúnar Karlsson

Rannsókn á meintum veiðiþjófnaði í Hornvík í friðlandinu á Hornströndum í júní á síðasta ári er á lokametrunum og búast má við að henni ljúki á næstu vikum. Þetta segir Karl Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við mbl.is.

Enn á eftir að taka skýrslu af vitnum í málinu að sögn Karls, en að það muni líklegast klárast mjög fljótlega. Búið sé að taka skýrslu af öllum helstu aðilum málsins.

Segir Karl að í framhaldi af því að rannsókn klárist verði tekin ákvörðun um hvort ákært verði í málinu eða ekki.

Málið komst upp eftir að Rúnar Karlsson, einn eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Travel, kom að mönnunum í Hornvík. Kom frá í frétt mbl.is að hann hefði séð þá vera að hífa net úr sjónum og þá hafi legið selshræ í fjörunni og ýmiskonar veiðibúnaður hafi verið úti við. Hafi mennirnir verið tilbúnir að skjóta refi, en öll veiði í friðlandinu er bönnuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert