Segja AA-fólk ekki tengjast þjófnaði

Hafnarfjarðarkirkja
Hafnarfjarðarkirkja mbl.is/Ómar Óskarsson

Sóknarprestur og formaður sóknarnefndar Hafnarfjarðarkirkju harma að þjófnaður í kirkjunni hafi verið tengdur við tiltekna aðila, eins og AA-fólk sem sækir fundi í Góðtemplarahúsinu sem er skammt frá kirkjunni.

Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Ottó R. Jónssyni, staðarhaldara í Hafnarfjarðarkirkju, að fólk af ýmsu sauðahúsi sækti fundina og tengdi hann þjófnaðina jafnvel við „óprúttna aðila“ í þeim hópi.

Í sömu frétt var það haft eftir Helga Gunnarssyni, lögreglufulltrúa í Hafnarfirði, að ekkert samband væri á milli fólksins sem sækir fundina og þjófnaðanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »