Flugfreyjur greiða atkvæði um verkfall

Samningur flugfreyjanna rann út árið 2015.
Samningur flugfreyjanna rann út árið 2015. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands, sem starfa hjá Flugfélagi Íslands, hafa efnt til atkvæðagreiðslu í næstu viku, um verkfallsboðun. Síðasti samningur flugfreyjanna rann út 31. desember 2015.

Þetta kemur fram á vef RÚV. Atkvæðagreiðsla um verkfallið hefst á mánudag og lýkur á miðvikudag.

Sturla Óskar Bragason, varaformaður félagsins, segir í samtali við mbl.is að síðan þá hafi samningar náðst tvisvar, en verið felldir í atkvæðagreiðslu. Sagði samninganefndin þá af sér.

Ný tillaga um verkfallsboðun felur í sér að þriggja daga verkfall hefjist klukkan sex að morgni 27. janúar, ef samningar nást ekki fyrir þann tíma, en aðspurður segir Sturla að samningaviðræður séu ekki í gangi sem stendur.

Þá er gert ráð fyrir ótímabundnu verkfalli, sem hefjast myndi klukkan sex að morgni sjötta febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert