Uppsögn leigusamnings til umræðu

Hringrás í Klettagörðum tekur á móti brotajárni og málmum.
Hringrás í Klettagörðum tekur á móti brotajárni og málmum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lóðaleigusamningur Faxaflóahafna við Hringrás verður til umræðu á fundi hjá Faxaflóahöfnum í næstu viku. Á fundi stjórnarinnar í byrjun desember var samþykkt að segja upp leigusamningnum en forsvarsmenn Hringrásar fengu þá 20 daga frest til að hreyfa við andmælum.

Frétt mbl.is: Leigusamningi Hringrásar sagt upp

Í samtali við mbl.is segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri hjá Faxaflóahöfnum, að farið verði yfir stöðuna í næstu viku.

„Það er fundur hjá mér eftir viku. Þeir [hjá Hringrás] eru búnir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og það er bara það sem að við munum síðan fara yfir.“

Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, sagðist ekki geta sagt til um efni andmælanna þar sem lóðarleigusamningur Faxaflóahafna væri í raun við Sindraportið hf.

„Við leigjum þetta af Sindraportinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert