Vottað á þriggja ára fresti

Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jafnlaunavottun í fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri, sem komið verður á með breytingum á jafnréttislögum og lögum um ársreikinga, er tímabundin ráðstöfun til þess að útrýma launamun milli kynjanna, segir Þorsteinn Víglundsson, nýr ráðherra félags- og jafnréttismála.

Votta þarf fyrirtækin á þriggja ára fresti skv. frumvarpi til laga sem verður væntanlega það fyrsta sem ráðherrann leggur fram á Alþingi.

„Þetta er vissulega íþyngjandi aðgerð, en við teljum hana nauðsynlega,“ segir Þorsteinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann bendir á að hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja hafi ekki verið jafnaður svo vel væri fyrr en lög þar um voru sett fyrir nokkrum árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert