Lögðu hald á talsvert magn fíkniefna

AFP

Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á nokkra tugi gramma af amfetamíni og kannabisefnum við húsleit í vikunni. 

Fíkniefnin var að finna víðsvegar í húsnæðinu, að sögn lögreglu. Húsráðandi var handtekinn vegna málsins. Grunur leikur á að fíkniefnasala hafi átt sér stað á staðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina