Myndband sem sýnir ferðir Birnu

Birna Brjánsdóttir sést hér á ferð í Austurstræti.
Birna Brjánsdóttir sést hér á ferð í Austurstræti. Skjáskot/Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú birt myndband sem unnið er upp úr ör­ygg­is­mynda­vél­um sem sýna ferðir Birnu Brjáns­dótt­ur, sem týnd hef­ur verið frá því aðfaranótt laug­ar­dags.

Búið er að fjarlægja fólk sem ekki teng­ist mál­inu af mynd­skeiðinu.

Leitað hef­ur verið að Birnu í dag, en hún er fædd árið 1996, er 170 cm há, um það bil 70 kg og með sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svart­ar galla­bux­ur, ljós­gráa peysu, svart­an flís­jakka með hettu og svarta Dr. Mart­in-skó.

Þeir sem hafa upplýsingar um málið eruð beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000, netfangið abending@lrh.is eða einkaskilaboð á fésbókarsíðu LRH.

mbl.is