Bænastund fyrir Birnu

Birna Brjánsdóttir
Birna Brjánsdóttir Facebook

Bænastund verður haldin í Hallgrímskirkju í Reykjavík til stuðnings aðstandendum Birnu Brjánsdóttur sem lögregla og björgunarsveitir hafa leitað að undanfarið, en hún hvarf skyndilega í í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags.

Bænastundin hefst klukkan 21 í kvöld og er hún opin öllum þeim sem vilja sýna samhug í verki. Athygli er vakin á því að gengið er inn í kirkjuna sunnanmegin.

Séra Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju, og séra Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, halda utan um bænastundina.

Leit stendur enn yfir að Birnu á höfuðborgarsvæðinu og er málið sagt í algjörum forgangi hjá lögreglu.

mbl.is