Engin niðurstaða um nefndarskipan

Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formenn þingflokka hafa fundað tvívegis í dag um formennsku í nefndum Alþingis. Að sögn Birgis Ármannssonar, formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, reikna þeir með því að hittast eða vera í sambandi aftur seinnipartinn í dag. Ekki er ljóst hvort málin muni skýrast í dag.

Frétt mbl.is: Stefnt að lendingu í dag

„Í þessum viðræðum sem við höfum átt um nefndarskipanina, erum við með undir hvernig sæti í nefndum skiptast, þar á meðal alþjóðanefndum, formennska, varaformennska og þess háttar. Við erum að skoða þetta heildstætt en erum ekki komin að niðurstöðu,“ segir Birgir og bætir því við að viðræðurnar undanfarna daga hafi einkennst af því að menn vilji leita samkomulags.

„Með því að vera með allt undir eru margar stærðir og breytur sem þarf að taka tillit til,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert