Salernismál ferðamanna í biðstöðu

Ferðamönnum mun fjölga í ár og allir þurfa þeir á …
Ferðamönnum mun fjölga í ár og allir þurfa þeir á klósettið. mbl.is/RAX

Þrjár skýrslur hafa verið gerðar um ástand salernismála fyrir ferðamenn hjá Stjórnstöð ferðamála. Sú fyrsta kom út í maí í fyrra þar sem ástandið var greint og kom þar fram hvar vantaði salernisaðstöðu um landið og forgangsröðun staða.

Önnur skýrslan kom út í júní en í henni var gerð þarfagreining, forgangsröðun ferðamannastaða var tekin frekar fyrir, fjöldi salerna sem þarf á hverjum stað og kostnaðarmat.

Þriðja skýrslan kom út í nóvember, en í henni er rekstrarform salernanna skoðað. Skýrslurnar þrjár, sem unnar voru af EFLU verkfræðistofu, eiga svo að gagnast við gerð stefnumótandi landsáætlunar sem á að nýta til styrkingar innviða íslenskrar ferðaþjónustu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert