Birna fannst látin við Selvogsvita

Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Grímur ...
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sátu fyrir svörum á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birna Brjánsdóttir, stúlkan sem leitað hefur verið að í rúmlega viku, fannst látin í dag. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að henni alla helgina. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kom auga á lík í fjörunni við Selvogsvita á Reykjanesi fyrr í dag. Lögreglan telur að um Birnu sé að ræða en kennslanefnd ríkislögreglustjóra á eftir að staðfesta það með frekari rannsóknum.

Lögreglan telur yfirgnæfandi líkur á því að mennirnir tveir sem eru í gæsluvarðhaldi séu þeir sem beri ábyrgð á hvarfi hennar og hafi ráðið henni bana. Sá grunur lögreglunnar hefur styrkst enn frekar síðustu daga. 

„Við teljum að það séu yfirgnæfandi líkur á því að henni hafi verið ráðinn bani,“ sagði Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á blaðmannafundi lögreglunnar nú kl. 17. Hann segir líklegast að það hafi gerst í bílnum sem tvímenningarnir voru með á leigu. Ekki sé þó enn hægt að segja til um dánarorsök eða hvenær hún lést. Slíkt verður ekki staðfest fyrr en eftir nokkra daga.

Líkið fannst í fjöru skammt frá Selvogsvitanum og telur lögreglan líkur á því að það hafi rekið í fjöruna. Ekki er enn vitað hvaða leið mennirnir fóru með Birnu frá Hafnarfirði og út á Reykjanes.

„Þó að við teljum okkur búin að finna lík Birnu er leit ekki lokið og enn þá leitaraðgerðir í gangi í dag og í kvöld og næstu daga,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. 

Birna Brjánsdóttir.
Birna Brjánsdóttir.

Verið saknað í rúmlega átta sólarhringa

Birna var tvítug. Hún sást síðast á eftirlitsmyndavélum í miðborg Reykjavíkur kl. 5.25 að morgni laugardagsins 14. janúar, fyrir rúmlega átta sólarhringum.

Tveir menn eru í haldi, grunaðir um aðild að málinu. Þeir eru báðir skipverjar á grænlenskum togara, Polar Nanoq, sem lá við Hafnarfjarðarhöfn morguninn sem hún hvarf. Þeir voru handteknir af sérsveitarmönnum ríkislögreglustjóra um borð í skipinu laust eftir hádegi á miðvikudag. Þeir hafa neitað sök við yfirheyrslur lögreglu.

Fyrr í dag var staðfest að lífsýni sem fundust í rauðum Kia Rio-bíl, sem skipverjarnir voru með á leigu og lögreglan lagði hald á á þriðjudag, væru af Birnu. Áður hafði komið fram að meðal lífsýna sem fundust, og voru send til útlanda til frekari rannsóknar, hafi verið blóð.

Vísbendingar um rauða smábíla

Lögreglan segist hafa fengið vísbendingar um ferðir rauðra smábíla á Reykjanesi um það leyti sem Birna hvarf. „Það er þess vegna sem við vorum að einbeita okkur að Reykjanesinu til að byrja með. Það er möguleiki á að þessar vísbendingar hafi átt við rök að styðjast,“ sagði Ásgeir Þór.

Hvíti bíllinn, sem lögreglan lýsti eftir fyrir helgi, er enn ófundinn.

- Telst málið núna upplýst í meginatriðum?

„Það má segja að við höfum þokast mjög mikið áfram undanfarna daga,“ sagði Grímur. „Þetta er ákveðinn tímapunktur, þegar líkið finnst. Það er líka töluverð ... hvað á ég að segja? ... við erum komin á þann stað að við getum ekki lengur vonast til þess að finna Birnu á lífi. Sá tímapunktur er kominn og það er vendipunktur í þessu máli öllu saman. En við teljum okkur vel á veg komna með rannsóknina. Auðvitað eru fjölmargir hlutir sem við eigum eftir að skoða.“

Þekkti mennina ekki

Lögreglan sagði á fundinum að ekkert benti til þess að Birna hefði átt í samskiptum við mennina fyrr um kvöldið, þ.e. áður en hún fór upp í bílinn, líklega við hús nr. 31 við Laugaveg. Ljóst þyki að þau hafi ekki þekkst eða verið í samskiptum áður.

Lögreglan segir atburðarásina, eins og hún birtist henni, til dæmis varðandi ferðir bílsins og aðkomu mannanna tveggja, nokkuð ljósa. Hins vegar eigi eftir að kortleggja ferðir bílsins betur.  Unnið verði að því áfram, m.a. með upptökum úr eftirlitsmyndavélum, farsímagögnum og upplýsingum sem kunna að koma fram við yfirheyrslur á mönnunum. „Nú vitum við hvert við eigum að beina sjónum okkar,“ sagði Grímur.

Mennirnir tveir verða áfram yfirheyrðir á morgun eða þriðjudag. Þeir voru ekki yfirheyrðir um helgina. „Þeir eru núna í einangrun og vita væntanlega ekki af þessu,“ sagði Ásgeir Þór. Það sama megi segja um þá niðurstöðu að lífsýni úr bílnum séu af Birnu. Lögreglan hefur ekki upplýst mennina um það.

Ekki varpað í sjóinn af skipi

Lögreglan telur ekki koma til álita að Birnu hafi verið varpað í sjóinn af skipi. Hins vegar telur hún vel geta komið til greina að henni hafi verið komið fyrir í sjónum á öðrum stað en hún fannst á. 

Lögreglan segir ekki hægt að segja til um á þessari stundu hvort Birna hafi verið beitt kynferðisofbeldi. Hún staðfestir að verið sé að leita að vopni, en þó ekki einu ákveðnu. „Það kann að vera að henni hafi verið ráðinn bani með vopni. Þetta er til skoðunar,“ sagði Grímur.

Fjölskyldan þakkar stuðning

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þakkar öllum þeim sem hafa lagt óeigingjarnt starf af mörkum og á það ekki síst við um björgunarsveitir og almenning sem sendi inn margar ábendingar varðandi málið,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á fundinum í dag. Hún sagði fjölskyldu Birnu vilja koma á framfæri þökkum fyrir stuðninginn.

„Við vottum fjölskyldu Birnu og vinum innilega samúð,“ sagði Sigríður Björk. 

725 björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni að Birnu síðustu daga. Enn verður leitað vísbendinga á svæðinu í grennd við staðinn þar sem lík hennar fannst í dag.

mbl.is

Innlent »

Fundað um borgarlínu í beinni

17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Heimilt að leggja 76% toll á franskar

16:01 Ríkinu var heimilt að leggja á 76% verðtoll á innfluttar franskar kartöflur ár árunum 2010-2014. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar, en fyrirtækin Innnes og Hagar töldu gjaldtöku tollsins vera í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar. Höfðu þau farið fram á endurgreiðslu gjaldanna fyrir tímabilið. Meira »

Áslaug flaug á raflínu og drapst

15:50 Heiðagæsin Áslaug, sem var ein fimm heiðagæsa sem fengu senditæki á Vesturöræfum í júlí í sumar, er nú öll. Áslaug drapst er hún flaug á raflínu í Skotlandi, eftir að hafa unað sér vel á vetrastöðvum sínum í Bretlandi. Meira »

Funduðu um fyrstu daga þingsins

15:27 „Við vorum bara að fara yfir næstu viku og hvernig við leggjum af stað eftir helgina,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is en hann fundaði í dag með formönnum þingflokkanna. Þingið kemur saman á mánudaginn að loknum jólaleyfi. Meira »

Bjóða ferðamönnum nýsteiktar kleinur

14:55 „Rakst á þessa flottu stráka úti við Gróttu áðan. Keypti af þeim heitt kakó og glóðvolga kleinu sem þeir steiktu á staðnum. Þeir smíðuðu vagninn sjálfir. Náðu að sprengja krúttskala dagsins hjá mér og þeim túristum sem voru á staðnum,“ segir Ragnheiður Valgarðsdóttir. Meira »

Auðveldar aðgengi íslenskra lækna að framhaldsmenntun í hjartalækningum

15:14 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, og Frieder Braunschweig, yfirlæknir á sviði hjartalækninga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð, undirrituðu í dag samkomulag um víðtækt samstarf. Meira »

Miðflokkurinn undirbýr framboð

14:10 Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis var formlega stofnað í Glersalnum í Kópavogi í gærkvöldi. Gestir fundarins voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Meira »

Lögreglan lokaði verslunum The Viking

13:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hefur lokað þremur verslunum The Viking að beiðni embættis tollstjóra.  Meira »

Ekki leyfa börnum að flýja óttann

13:06 „Eina leiðin til að ná stjórn á ótta er að mæta áreitinu og uppgötva að það er ekki eins hræðilegt og maður hélt,“ segir Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands sem hélt í dag erindi um samspil kvíða og hegðunarvanda barna undir yfirskriftinni Er þetta ekki bara frekja? Meira »

Segir eftirlit með lögreglu upp á punt

12:56 Garðar Steinn Ólafs­son, lögmaður tveggja ein­stak­linga í svo­kölluðu LÖKE-máli, segir að niðurstaða setts ríkissaksóknara í máli mannanna tveggja gegn Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sé í raun sú besta sem búast mátti við fyrir skjólstæðinga sína. Meira »

Ragnhildur stefnir á 3.-4. sæti

12:51 Ragnhildur Jónsdóttir hagfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 20. janúar. Meira »

Staðfestir niðurfellingu LÖKE-máls

12:33 Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara í máli tveggja manna gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ný stjórn Pírata í Reykjavík

11:44 Kjörin var ný stjórn Pírata í Reykjavík á aðalfundi félagsins á dögunum. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA-miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Skipa samráðshóp um að gera úrbætur

12:35 Ráðherranefnd um jafnréttismál ákvað á fundi sínum í morgun að að skipa samráðshóp um heildstæðar úrbætur er varðar kynferðislegt ofbeldi, en hópnum verður m.a. falið að fylgja eftir nýrri aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Meira »

Góðar niðurstöður vatnssýna

12:02 Staðfestar niðurstöður sýnatöku úr borholum Veitna á vatnstökusvæðinu í Heiðmörk koma vel út. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Rannsaka lát fransks ferðamanns

11:42 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú andlát fransks ferðamanns sem björgunarsveitarmenn fundu látinn í brattlendi við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í gær. Ekki er talið að lát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ræstingavagn
Til sölu 2 Ræstingavagnar fást báðir fyrir kr: 8,900,- Voru keyptir hjá Rekstrar...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...