Gríðarleg hálka á Suðurnesjum

Lögreglan hvetur ökumenn til að fara varlega.
Lögreglan hvetur ökumenn til að fara varlega. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Gríðarleg hálka er á Suðurnesjum en í morgun hafa fimm umferðaróhöpp verið tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er mikið um að bílar séu að renna út af vegum og á umferðarmerki en engin slys hafa orðið á fólki.

Hálkan er mest inni í hverfum og hvetur lögreglan ökumenn til að fara varlega þar sem hálkan sést illa og er lúmsk. Búist var við að hálkan færi minnkandi um hádegi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni virðist svo ekki vera.

mbl.is