Blása ljósleiðara í rör um sveitir Rangárþings ytra

Grafið fyrir ljósleiðararöri við hús í Landsveit. Leiðarinn er plægður …
Grafið fyrir ljósleiðararöri við hús í Landsveit. Leiðarinn er plægður niður þar sem það er hægt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ljósleiðari hríslast út um sveitir Rangárþings ytra, út frá Hellu, allt upp að Heklurótum og niður að sjó í Þykkvabæ, frá Þjórsá og út að Eystri-Rangá.

Farið er að sjást fyrir endann á lagningu leiðarans og verða fyrstu heimilin tengd um næstu mánaðamót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Fólk mun njóta fjarskipta eins og þau gerast best á Íslandi í dag í stað þess að hafa aðgang að stopulu netsambandi og sjónvarpi. Kerfið er opið. Fólk getur valið þær þjónustuveitur sem það kýs að versla við. Það verður því raunveruleg samkeppni um fjarskiptin,“ segir Guðmundur Daníelsson, verkefnastjóri Rangárljóss sem stendur fyrir lagningu og rekstri ljósleiðarans. Áhrifin verða mismunandi.

Þórhallur Guðlaugsson í Lækjarbotnum bíður eftir betra netsambandi og fleiri …
Þórhallur Guðlaugsson í Lækjarbotnum bíður eftir betra netsambandi og fleiri sjónvarpsrásum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ljósleiðari hríslast út um sveitir Rangárþings ytra, út frá Hellu, …
Ljósleiðari hríslast út um sveitir Rangárþings ytra, út frá Hellu, allt upp að Heklurótum og niður að sjó í Þykkvabæ. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »