Geðveikur fótbolti í útrás

FC Sækó á æfingu. Til hægri eru forsvarsmennirnir Bergþór Grétar ...
FC Sækó á æfingu. Til hægri eru forsvarsmennirnir Bergþór Grétar Böðvarsson, Helgi Þór Gunnarsson og Rúnar Arnarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verkefnið Geðveikur fótbolti, sem er samstarfsverkefni geðsviðs Landspítala, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Hlutverkaseturs, hefur fest sig í sessi og forsvarsmenn liðsins FC Sækó vinna nú að undirbúningi þriðju utanlandsferðarinnar, sem verður á næsta ári.

Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem eiga við geðræna sjúkdóma að etja og starfsmönnum á fyrrnefndum sviðum og setri auk þeirra sem styðja við verkefnið. Það hefur staðið yfir frá 2011 og hefur hópurinn farið í tvær keppnisferðir, til Skotlands haustið 2014 og til Englands haustið 2016, en í báðum tilfellum var spilað á móti sambærilegum liðum, fyrst í Glasgow og Falkirk og síðan í Nottingham. Stefnt er að ferð til Noregs á næsta ári.

Um 20 manns mæta reglulega á æfingar tvisvar í viku. „Þetta er fyrst og fremst fótbolti með meðferðarlegu úrræði,“ segir Rúnar Arnarson, ráðgjafi og stuðningsfulltrúi og einn af aðstandendum verkefnisins. Hann segir að sumir í hópnum hafi æft með knattspyrnufélögum og þó að þeir hafi flosnað þar upp hafi þeir áfram brennandi áhuga á fótbolta og þetta verkefni sé kjörinn vettvangur til þess að stunda áhugamálið.

Knattspyrnusamband Íslands hefur stutt verkefnið á ýmsan hátt. Þjálfarar þaðan hafa til dæmis stjórnað ákveðnum æfingum á sumrin og KSÍ hefur séð hópnum fyrir boltum, keilum, vestum og búningum. „Við höfum verið í mjög góðu samstarfi við KSÍ,“ segir Rúnar.

Ferðirnar skila miklu

Rúnar segir að fólk með geðræna sjúkdóma eigi það til að einangra sig félagslega. Þetta verkefni taki meðal annars á þeim vanda, en menn velti sér ekki upp úr vandamálunum heldur njóti þess að vera saman í fótbolta. Í ferðunum takist menn líka á við ýmsar hindranir. Sumir séu að fara í fyrsta sinn til útlanda, aðrir séu flughræddir og svo framvegis. „Við sjáum mikinn árangur í þessum ferðum,“ segir hann og bendir á að í þeim hafi sumir keypt sér föt í fyrsta sinn og farið út að borða með félögunum. Eitthvað sem flestir geri án þess að hugsa sig um en sé stór hindrum að yfirstíga hjá öðrum.

Verkefnið hefur smátt og smátt undið upp á sig, að sögn Rúnars. Hann segir að allir þátttakendur komi að skipulagningunni, en verkefnið sé háð styrkjum. Styrkur frá Evrópusambandinu, Evrópa unga fólksins, hafi fjármagnað fyrstu utanlandsferðina og í fyrra hafi ýmsir lagt hönd á plóg, meðal annars ÍBR, KSÍ, Lottó, Landspítalinn og velferðarsvið Reykjavíkurborgar. „Það er mjög erfitt að fá styrki frá fyrirtækjum en kynning á verkefninu hefur skilað árangri,“ segir Rúnar. Hann bætir við að sambærilegur hópur frá Sunderland á Englandi ferðist um heiminn og spili fótbolta og hafi sýnt áhuga á að spila á Íslandi í vor. „Liðið í Nottingham vill líka koma en það hefur ekki enn fengið nægan stuðning til þess að fjármagna gistingu hérlendis. Þetta er alþjóðlegt vandamál!“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Telur Isavia ekki vinna í góðri trú

14:30 „Viðbrögð og viðmót Isavia og fulltrúa þess finnst okkur ekki bera vott um að þeir séu að vinna í góðri trú,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, við mbl.is eftir að fyrirtaka í máli félagsins gegn Isavia fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meira »

Lýst eftir manni sem sá líklega árekstur

13:59 Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir manni, sem sá líklega minni háttar árekstur á bílaplaninu við Glerártorg á Akureyri 15. apríl síðastliðinn kl. 16:20. Áreksturinn átti sér stað við innganginn að Rúmfatalagernum. Meira »

Of snemmt að ræða breytingar á Isavia

13:56 Of snemmt er að tala um hvaða nýju áherslubreytingar stjórn Isavia muni boða á rekstri félagsins eftir brotthvarf Björns Óla Haukssonar úr starfi forstjóra í síðustu viku. Þá er augljóst að hin stóra þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar muni taka mið af breytingum á rekstrarumhverfi Isavia. Meira »

David Attenborough á Íslandi

13:13 Sir David Attenborough, náttúrulífssjónvarpsmaðurinn heimsþekkti, er staddur á Íslandi og vinnur að verkefni fyrir breska ríkisútvarpið BBC, með einhverri aðkomu íslenska framleiðslufyrirtækisins True North. Meira »

„Þátttakan er allt of léleg“

12:27 Innan við 10% félagsmanna í stéttarfélaginu Eflingu hafa kosið um nýjan kjarasamning. Hægt er að kjósa til kl. 16 í dag.   Meira »

Eldurinn við Sléttuveg líklega íkveikja

11:35 Talið er að eldurinn sem upp kom í dekkjum og rusli í bílakjallara við Sléttuveg 7 í Reykjavík á sunnudag hafi verið af mannavöldum. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Talið að kviknað hafi í út frá raftæki

11:11 Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kviknaði eldurinn sem upp kom í húsnæði við Dalshraun í Hafnarfirði á laugardag út frá raftæki. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, stöðvarstjóri á lögreglustöðinni í Flatahrauni, í samtali við mbl.is. Meira »

Utanlandsferðum fjölgar

10:15 Hlutfall Íslendinga sem ferðast utan hefur farið stigvaxandi frá árinu 2009 þegar aðeins 44% Íslendinga fóru í utanlandsferð, en árið 2018 ferðuðust 83% landsmanna utan og var meðalfjöldi utanlandsferða 2,8. Meira »

50 undir áhrifum vímuefna

10:10 Yfir páskahelgina hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af um 50 ökumönnum vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis eða ávana- og fíkniefna. Meira »

Verður vonandi bara skammtímavandamál

10:05 Sala á ferskum íslenskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna er háð flutningum með flugi. Með gjaldþroti WOW kom babb í bátinn og gæti fiskurinn þurft að fara lengri leið á markað vestanhafs. Meira »

Rykmökkur frá Sahara á leiðinni

07:57 „Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Sahara-eyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Meira »

Snjókoma á Egilsstöðum

07:10 Í nótt nálguðust hitaskil landið úr austri. Fremst í skilunum er úrkoman ýmist snjókoma eða slydda og sem dæmi má nefna að í veðurathugun nú kl. 6 var snjókoma bæði á Egilsstöðum og Dalatanga. Meira »

Sóttu veikan sjómann

06:49 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í erlendu skipi í um 30 sjómílna fjarlægð frá landi seint í gærkvöldi. Meira »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »

Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

05:30 Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum. Meira »

Mikið eftir í kjaraviðræðum

05:30 „Þeir albjartsýnustu segja að við semjum í byrjun júní en ég er hræddur um að við gefum þessu tíma fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis. Meira »

Aukningin mest frá Þeistareykjum

05:30 Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira »

Hætta á árekstrum

05:30 Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann.  Meira »

Katrín í 17. sæti þeirra launahæstu

05:30 Katrín Jakobsdóttir er í 17. sæti lista bandaríska dagblaðsins USA Today yfir tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heimsins.  Meira »
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...
Bensínhjólbörur
Eigum til bensínhjólbörur með 7.5hp Briggs & Stratton, Drif á öllum, 4 gírar á...