Geðveikur fótbolti í útrás

FC Sækó á æfingu. Til hægri eru forsvarsmennirnir Bergþór Grétar ...
FC Sækó á æfingu. Til hægri eru forsvarsmennirnir Bergþór Grétar Böðvarsson, Helgi Þór Gunnarsson og Rúnar Arnarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verkefnið Geðveikur fótbolti, sem er samstarfsverkefni geðsviðs Landspítala, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Hlutverkaseturs, hefur fest sig í sessi og forsvarsmenn liðsins FC Sækó vinna nú að undirbúningi þriðju utanlandsferðarinnar, sem verður á næsta ári.

Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem eiga við geðræna sjúkdóma að etja og starfsmönnum á fyrrnefndum sviðum og setri auk þeirra sem styðja við verkefnið. Það hefur staðið yfir frá 2011 og hefur hópurinn farið í tvær keppnisferðir, til Skotlands haustið 2014 og til Englands haustið 2016, en í báðum tilfellum var spilað á móti sambærilegum liðum, fyrst í Glasgow og Falkirk og síðan í Nottingham. Stefnt er að ferð til Noregs á næsta ári.

Um 20 manns mæta reglulega á æfingar tvisvar í viku. „Þetta er fyrst og fremst fótbolti með meðferðarlegu úrræði,“ segir Rúnar Arnarson, ráðgjafi og stuðningsfulltrúi og einn af aðstandendum verkefnisins. Hann segir að sumir í hópnum hafi æft með knattspyrnufélögum og þó að þeir hafi flosnað þar upp hafi þeir áfram brennandi áhuga á fótbolta og þetta verkefni sé kjörinn vettvangur til þess að stunda áhugamálið.

Knattspyrnusamband Íslands hefur stutt verkefnið á ýmsan hátt. Þjálfarar þaðan hafa til dæmis stjórnað ákveðnum æfingum á sumrin og KSÍ hefur séð hópnum fyrir boltum, keilum, vestum og búningum. „Við höfum verið í mjög góðu samstarfi við KSÍ,“ segir Rúnar.

Ferðirnar skila miklu

Rúnar segir að fólk með geðræna sjúkdóma eigi það til að einangra sig félagslega. Þetta verkefni taki meðal annars á þeim vanda, en menn velti sér ekki upp úr vandamálunum heldur njóti þess að vera saman í fótbolta. Í ferðunum takist menn líka á við ýmsar hindranir. Sumir séu að fara í fyrsta sinn til útlanda, aðrir séu flughræddir og svo framvegis. „Við sjáum mikinn árangur í þessum ferðum,“ segir hann og bendir á að í þeim hafi sumir keypt sér föt í fyrsta sinn og farið út að borða með félögunum. Eitthvað sem flestir geri án þess að hugsa sig um en sé stór hindrum að yfirstíga hjá öðrum.

Verkefnið hefur smátt og smátt undið upp á sig, að sögn Rúnars. Hann segir að allir þátttakendur komi að skipulagningunni, en verkefnið sé háð styrkjum. Styrkur frá Evrópusambandinu, Evrópa unga fólksins, hafi fjármagnað fyrstu utanlandsferðina og í fyrra hafi ýmsir lagt hönd á plóg, meðal annars ÍBR, KSÍ, Lottó, Landspítalinn og velferðarsvið Reykjavíkurborgar. „Það er mjög erfitt að fá styrki frá fyrirtækjum en kynning á verkefninu hefur skilað árangri,“ segir Rúnar. Hann bætir við að sambærilegur hópur frá Sunderland á Englandi ferðist um heiminn og spili fótbolta og hafi sýnt áhuga á að spila á Íslandi í vor. „Liðið í Nottingham vill líka koma en það hefur ekki enn fengið nægan stuðning til þess að fjármagna gistingu hérlendis. Þetta er alþjóðlegt vandamál!“

Innlent »

Kona fer í stríð ekki tilnefnd til Óskars

11:39 Framlag Íslands til Óskarsverðlauna í flokki kvikmynda á erlendum málum komst ekki á lista níu kvikmynda sem eiga möguleika á að verða tilnefndar til verðlaunanna 2019. Áttatíu og sjö kvikmyndir á erlendum tungumálum komu til greina við tilnefninguna. Meira »

Sérhannaður lyfjaflutningabíll til landsins

11:36 TVG-Zimsen hefur fjárfest í sérhæfðum lyfjaflutningabíl sem hannaður er útfrá ítrustu kröfum um flutning lyfja í samráði við Thermo King og SKAAB. Um er að ræða Scania P360 með sérhannaðan flutningakassa frá SKAAB og öflugri Thermo King kæli-hitavél. Meira »

Svíður að málið sé ekki klárað

10:55 „Mér finnst það dapurlegt ef menn telja sig búna að skoða öll börn vegna þess að það er ekki búið og við vitum það alveg,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Meira »

Bjúgun eyðilögðust

09:42 Nokkur hundruð bjúgu eyðilögðust þegar kviknaði í reykkofa á Kvíabryggju í gær en ekkert hangikjöt líkt og mishermt var í gær. Nýr reykkofi verður byggður, samkvæmt Facebook-færslu Fangelsismálastofnunar. Meira »

Margrét tilnefnd fyrir Flateyjargátuna

09:21 Margrét Örnólfsdóttir er meðal sex handritshöfunda sem tilnefndir eru til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Tilnefninguna hlýtur hún fyrir sjónvarpsþáttaröðina Flateyjargátuna. Meira »

Íbúar beðnir um að vera vel á verði

09:10 Brotist var inn á 142 stöðum á höfuðborgarsvæðinu í nóvember og hefur innbrotatilkynningum fjölgað mikið. Hlutfallslega fjölgar innbrotum í heimahús mest. Lögreglan biður fólk um að vera vel á verði og gæta vel að verðmætum. Meira »

Framkvæmdir við varnarvirki í útboð

08:18 Fyrirhugað er að bjóða út verkframkvæmd við varnarvirki neðan Urðarbotns og Sniðgils í Norðfirði um mánaðamótin janúar/febrúar á næsta ári. Meira »

Kaupa þrjá dráttarbáta

07:57 Öflugir dráttarbátar bættust nýverið í flotann er Icetug keypti þrjá slíka frá Hollandi. Bátarnir eru 30 metrar að lengd og átta metra breiðir. Þeir hafa fengið nöfnin Herkúles, Grettir og Kolbeinn grön. Meira »

Ræða skipulag loðnurannsókna

07:37 Samráðshópur Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa hittist á fundi í vikulokin þar sem m.a. verður rætt um framhald loðnumælinga í janúar. Meira »

Slydda á aðfangadag

06:36 Veðurspáin gerir ráð fyrir kólnandi veðri á landinu og frosti um allt land á Þorláksmessu. Á aðfangadag er spáð rigningu eða slyddu. Meira »

Útköll vegna veðurs í Reykjavík

05:57 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í gærkvöldi tengdu rokinu. Meðal annars fuku þakplötur og stórt tré riðaði til falls. Meira »

Grýtti bifreið í miðborginni

05:43 Lögreglan handtók mann í gærkvöldi sem var að grýta bifreið í miðborginni en hann var í annarlegu ástandi. Þrír ökumenn voru stöðvaðir sem allir voru undir áhrifum vímuefna. Tveir fíkniefna og einn lyfja. Sá síðastnefndi olli umferðaróhappi með aksturslagi sínu. Meira »

Bjartara yfir skuldabréfaeigendum

05:30 Að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins eru skilmálabreytingar á skuldabréfaútgáfu flugfélagsins WOW air töluvert betri en margir héldu fram að þær yrðu. Meira »

Dregur úr hvata til að byggja

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) reikna með að veiking krónunnar muni birtast í hækkandi verði innfluttra byggingarefna á næstu mánuðum. Það ásamt öðrum þáttum muni leiða til frekari hækkunar byggingarvísitölu. Ætti sú þróun að öðru óbreyttu að auka kostnað við smíði íbúða. Meira »

Einn merkasti minjastaður Íslands

05:30 Minjastofnun kveður fast að orði um gildi Víkurgarðs, hins forna kirkjugarðs í miðbænum, í tillögu sinni sem fram kemur í bréfi til mennta- og menningarmálaráðherra um sérstaka friðlýsingu garðsins. Meira »

Stór samningur Mentis Cura í Japan

05:30 Norsk-íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Mentis Cura undirritaði í gær stóran samning við japanska fyrirtækið Nihon Medi-Physics. Norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv segir að verðmæti samningsins sé nærri einn milljarður norskra króna (nærri 14 milljarðar íslenskra króna) á næstu tíu árum. Meira »

Háskólinn fær Setberg

05:30 Fulltrúar Þjóðminjasafns Íslands munu næstkomandi fimmtudag afhenda Háskóla Íslands húsið Setberg, sem stendur skammt norðan við aðalbyggingu HÍ, aftur til afnota, en þar hafa aðalskrifstofur safnsins verið undanfarin ár. Á vegum HÍ verður húsið nýtt fyrir margvíslegt þróunarstarf í kennsluháttum. Meira »

Umsóknum um vernd fækkar

05:30 Alls sóttu 78 manns um vernd á Íslandi í síðasta mánuði, samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun. Er það fækkun milli mánaða þar sem 100 manns sóttu um vernd í októbermánuði hérlendis. Meira »

Andlát: Eyþór Þorláksson

05:30 Eyþór Þorláksson, gítarleikari, lést 14. desember sl. á öldrunarlækningadeild K-1 á Landakotsspítala, 88 ára að aldri.   Meira »