„Við sækjumst eftir framförum“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. mbl.is/Kristinn

Ný ríkisstjórn mun hafa jafnvægi og framsýni að leiðarstefi á kjörtímabilinu. Þetta sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. „Við sækjumst eftir framförum en um leið viljum við að það færi okkur jafnvægi,“ sagði Bjarni.

Sagði hann rétt að ný ríkisstjórn taki við búi við góðar ytri aðstæður sem hún fær í arf og því sé krafa um að þjóðarskútunni sé stýrt með skynsömum hætti en stjórnarsáttmálinn fjalli einna helst um innviðauppbyggingu og stöðugleika. Sagði Bjarni að jafnvægi í þjófélaginu snúist ekki eingöngu um ytri gæði en margar vísbendingar sé að finna sem bendi til þess að Ísland geti gert betur til að landsmönnum líði vel. 

Heilbrigðismál í forgang

„Áskoranir í heilbrigðisþjónustunni eru margar, við leysum þær ekki allar með auknu fjármagni sem er af skornum skammti,“ sagði Bjarni en heilbrigðismál verði sett í forgang. „Við erum betur í stakk búin en aðrar þjóðir til að takast á við þennan vanda,“ bætti Bjarni við.

Ræddi hann meðal annars andlega heilsu landsmanna og þunglyndi, einkum meðal ungs fólks, sem sé heilbrigðisvandamál sem bregðast þurfi við. „Þetta er nýr veruleiki,“ sagði Bjarni og vakti í því samhengi máls á því að það væri ekki góð þróun að ungmenni óttuðust að fá ekki nægilega góð viðbrögð við því sem þau deildu á samfélagsmiðlum og það bitni á andlegri líðan þeirra. „Of margir upplifa vanlíðan, kvíði og þunglyndi þjakar marga og því miður ekki síst unga fólkið okkar,“ sagði Bjarni. 

Ræddi Bjarni um brostin hughrif um samfélagssáttmála um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, en aukin útgjöld til heilbrigðismála hafi ekki læknað þessi hughrif. Þá segir hann mikilvægt að heilbrigðisstefna hafi forvarnir að leiðarljósi, einkum hvað varðar lífstílstengda sjúkdóma.

Þá talaði Bjarni um að ríkisstjórnin ætli að auðvelda innflytjendum að vera fullgildir þátttakendur í íslensku samfélagi og vinna að því að einstaklingar með fötlun geti sjálfir stýrt þeirri þjónustu sem þeir fá. Kom fram í ræðu forsætisráðherra að ríkisstjórnin hyggist koma í gagnið svokölluðu starfsgetumati í því skyni að hjálpa þeim sem hafi skerta starfsgetu að taka þátt á vinnumarkaði.

Áfram mikilvægt að greiða niður skuldir

„Ríkisstjórnin stýrir ekki hamingju einstaklinga en aðgerðir ríkisstjórnar hafa vissulega áhrif á siglingu þjóðarskútunnar,“ sagði Bjarni. Áfram sé mikilvægt að greiða niður skuldir ríkissjóðs, vaxtagjöld séu enn of há og það sé velferðarmál að greiða áfram niður skuldir.

„Jafnvægi snýst um efnahagsmál. Það er mikil áskorun að taka við góðu búi í efnahagsmálum,“ sagði Bjarni. Hér hafi ríkt hagvöxtur í nokkur ár en sagan kenni okkur að harðna kunni aftur í ári. Ræddi hann þannig stofnun stöðugleikasjóðs og að jákvætt væri að nú, ólíkt því sem áður var, standi stoðir undir útflutningi sterkari og ekki lengur séu „öll eggin í sömu körfunni“.  

Sagði Bjarni að tvöfalda þurfi verðmæti útflutnings á næstu 15 árum en varasamt sé að treysta á að það takist eingöngu með því að auka magn útfluttrar vöru. Nær sé að leggja áherslu á aukna verðmætasköpun og byggja á hugviti til að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi.

Minntist hann þess að fjárlög hafi verið samþykkt í góðri sátt í desember en þar sé kveðið á um rúmlega 50 milljarða króna útgjaldaaukningu frá árinu 2016, eða um 8% af ríkisútgjöldum. „Þessi hækkun er fyrst og fremst til velferðarmála og er fordæmalaus,“ sagði Bjarni.

Vottar fjölskyldu Birnu samúð sína

Þá sagði Bjarni menntun vera lykilinn að framtíðinni en ríkisstjórnin muni leitast við að efla öll stig skóla- og menntakerfisins og styðja við rannsóknir og þróun. Vakti hann einnig máls á því að loftslagsmál og hlýnun jarðar væri ein sú stærsta ógn sem stafi að jarðarbúum og ræddi í því samhengi fullgildingu Parísarsamkomulagsins. 

„Ég get ekki látið hjá líða að minnast með miklu þakklæti á þrotlaust starf lögreglu, björgunarsveita og landhelgisgæslu undanfarna daga við leit og rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur,“ sagði Bjarni, um leið og hann vottaði fjölskyldu Birnu samúð sína. „Það hefur verið huggun í þeim samhug og samstöðu sem þjóðin hefur sýnt. Ég votta Birnu og aðstandendum hennar innilega samúð mína,“ sagði Bjarni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hálka víða um land

00:01 Hálka er á öllu landinu, að Austurlandi undandskildu, fyrir utan nokkra fjallvegi. Einnig er greiðfært með suð-austurströndinni suður í Öræfi en nokkur hálka eða hálkublettir þar fyrir vestan. Meira »

Vel heppnaður hátíðarkvöldverður

Í gær, 23:28 Um 140 prúðbúnir gestir mættu í sérstakan hátíðarkvöldverð í sænsku konungshöllinni í kvöld til heiðurs íslensku forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Opinber heimsókn forsetans til Svíþjóðar hófst í hádeginu í dag og stendur fram á föstudag. Meira »

Sveifluðu öxum í Austurbænum

Í gær, 22:50 Lögreglu barst tilkynning um klukkan fimm síðdegis um tvo einstaklinga á Háaleitisbraut sem voru að sveifla sitt hvorri öxinni. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglan hafi skorist í leikinn og afvopnað einstaklingana. Að því loknu voru þeir færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir. Meira »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

Í gær, 21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Svínaði fyrir lögreglu á rauðu ljósi

Í gær, 21:09 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld þar sem ökumaður bifreiðar keyrir yfir á rauðu ljósi á Sæbraut. Minnstu munaði að bifreiðin hefði hafnað á lögreglubílnum, sem var að beygja inn á Sæbrautina. Meira »

Borgarfjörður sagður í Síberíu

Í gær, 20:55 Axel Þór Ásþórsson rak upp stór augu þegar hann ætlaði að skoða myndir frá bænum Oymyakon í Síberíu á Google Earth. Ein myndanna er úr Borgarfirðinum en þar má sjá Hvítá, Tungukoll og Hafnarfjall í fjarska. Meira »

Íslendingur með þriðja vinning

Í gær, 19:48 Einn heppinn lottóspilari var með hinn alíslenska þriðja vinning í víkingalottóútdrætti kvöldsins og fær hann 1.476.000 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út og því verður fyrsti vinningur því þrefaldur og annar vinningur tvöfaldur í næstu viku. Meira »

Lengi lifir í gömlum glæðum

Í gær, 20:15 Sveinbjörn Dýrmundsson hefur sannreynt að lengi lifir í gömlum glæðum í tónlistarbransanum í Bretlandi og vill kalla saman eldri tónlistarmenn hérlendis með sama hætti og gert er í Stockport og víðar. Meira »

Lyfin ráða för í lækningum

Í gær, 19:30 Læknar nálgast ekki sjúklinga í dag út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað. Meira »

Ræddu norræna samvinnu og öryggismál

Í gær, 19:15 Tvíhliða samskipti Íslands og Svíþjóðar, norræn samvinna, Brexit og öryggismál voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Meira »

„Eldurinn“ var maður að grilla

Í gær, 18:45 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum vegna þess að íbúi við Hamraborg í Kópavogi hélt að það væri kviknað í hjá nágranna hans. Við komuna á staðinn komst slökkviliðið að því að „eldurinn“ var maður að grilla. Meira »

Hulunni svipt af hinsegin huldukonum

Í gær, 18:40 Sagnfræðingarnir Íris Ellenberger og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ásamt Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku- og bókmenntafræðingi, standa fyrir heimildasöfnunar- og miðlunarverkefninu Hinsegin huldukonur. Meira »

Sveigja á milli hraðahindrana

Í gær, 18:25 Hraðahindranir í borginni hafa lengi verið umdeildar. Ein tegundin er lítið notuð í öðrum sveitarfélögum er hönnuð og framleidd hér á landi og er ætlað að vernda fjöðrun strætisvagna fyrir álagi. Hönnunin veldur því að bílstjórar sveigja á milli hindrana sem eykur ekki öryggi að sögn sérfræðings. Meira »

WOW ekki bótaskylt vegna fugls

Í gær, 17:13 Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega sem átti bókað flug með WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í ágúst á síðasta ári. Fluginu var aflýst vegna vélarbilunar þar sem fugl fór inn í hreyfil flugvélarinnar í flugtaki. Meira »

Borgin og Rauði krossinn styrkja Vin

Í gær, 16:28 Reykjavíkurborg og Rauði krossinn hafa gert samning um að borgin greiði 47 milljónir til starfsemi Vinjar og tryggi þannig athvarf, fræðslu- og batasetur fyrir fólk með geðfötlun. Kostnaður við þjónustu er 42 milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Meira »

Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

Í gær, 17:45 Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

Í gær, 17:04 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

Verklagsreglum ekki verið fylgt

Í gær, 15:44 „Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsókn lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Aðalfundur Viðskiptaráðs 14. febrúar
Boðað er til aðalfundar Viðskiptaráðs Íslands miðvikudaginn 14. febrúar kl. 9.00...
Flutnings, heimilis og Airbnb þrif
Vantar þig þrif ? Sendu okkur skilaboð og fáðu tilboð strax í dag! Systur ehf ...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Mercedes Benz
Mercedes Benz Sprinter Maxi 316 CDi. Framl. 07.2016. Ekinn 11 þús km. 4x4. Hátt ...
 
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...