Um fimmtíu konur komu á síðasta ári

Kristján Skúli Ásgeirsson.
Kristján Skúli Ásgeirsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Í Færeyjum er vandamálið það sama og hér, það hefur skort aðgengi að legudeildum og skurðstofum,“ segir Kristján Skúli Ásgeirsson, sérhæfður brjóstaskurðlæknir hjá Klíníkinni, en hann hefur ásamt Rógva W. Rasmussen, sérhæfðum röntgenlækni, sinnt meðferð allra færeyskra kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabba þar í um eitt og hálft ár samkvæmt samningi milli heilbrigðisyfirvalda þar og Klíníkurinnar.

Á síðastliðnu ári komu rúmlega 50 konur frá Færeyjum til Íslands í meðferð vegna nýgreinds brjóstakrabbameins eða brjóstauppbyggingar og búist er við að þær verði fleiri á þessu ári. „Þetta samstarf hefur gengið það vel, að fyrst var samið um að gera þetta til reynslu, en síðan var það framlengt,“ segir Kristján Skúli.

„Færeysk heilbrigðisyfirvöld kynntu sér aðstöðuna á Klíníkinni, og vildu bara fá góða þjónustu og örugga aðstöðu, og heilbrigðiskerfið þeirra borgar fyrir þetta, ekki sjúklingarnir.“ Þar sé það metið hagkvæmt að fljúga með sjúklingana yfir hafið til Íslands, enda talið tryggt að konurnar séu hér í öruggum höndum.

„Ég myndi gjarnan vilja að íslenskar konur gætu komið í Klíníkina líkt og hinar færeysku en kerfið hér er af einhverjum ástæðum þyngra í vöfum og þó að það sé öllum ljóst að of mörgum verkefnum er hlaðið á Landspítalann, þá er það álit sumra að þessar aðgerðir eiga einungis að framkvæma þar, þó sjúklingamiðuð rök skorti oft á tíðum fyrir því sjónarmiði,“ segir Kristján Skúli. Hann vísar til reynslu sinnar frá Bretlandi, þar sem hann starfi meirihluta ársins. „Þar eru um 65-70% af öllum aðgerðum vegna brjóstakrabbameins gerðar á sérhæfðum dagdeildarklíníkum sem eru í nálægð við spítala en ekki á þeim sjálfum,“ segir Kristján Skúli. „Mikil stoðþjónusta utan sjúkrahússins er til staðar og svo hafa konur opið aðgengi að brjóstadeildinni (Nottingham Breast Institute) dagana eftir aðgerð, ef einhver vandamál koma upp. Þessar aðgerðir eru mjög öruggar og hægt að gera á hagkvæman hátt utan spítalans. Færeyingar sjá sinn hag í því að gera þetta hjá okkur, og við vonumst til að íslensk stjórnvöld færist nær því að setja sjúklingana sjálfa í fyrsta sæti og gefi þeim tækifæri til að fá skjóta og örugga þjónustu þar sem sérþekkingin er til staðar,“ segir Kristján Skúli.

Eitt af því sem hefur staðið Klíníkinni fyrir þrifum er skortur á samningi við Sjúkratryggingar um myndgreiningarþátt krabbameinsleitarinnar, en verið er að vinna að því að fá slíkan samning. Kristján Skúli segir að það væri til mikilla bóta að fá slíkan samning, enda gæti það stytt biðtíma sjúklinga eftir greiningu.

Leyfi veitt til að reka leigudeild

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Best að dæma ekki bókina af leðurkápunni

17:02 Hatari lét sitt ekki eftir liggja og var óvenju glaður í bragði þegar mbl.is rakst á sveitina í Gleðigöngunni. Þeir fagna fjölbreytileikanum í miðbænum í dag, enda samræmist það hugmyndafræðinni. Meira »

Vilja meira en bara þorsk og ýsu

16:50 Íslenskir neytendur eru orðnir opnari fyrir því að kaupa og matreiða fisktegundir sem áður sáust varla í eldhúsum landsmanna. Dýrari fiskurinn selst betur eftir því sem dregur nær helginni. Meira »

Var að mótmæla þátttöku lögreglunnar

16:49 Kona sem var tekin höndum og færð inn í lögreglubíl í miðbæ Reykjavíkur í dag í miðri Gleðigöngu var að mótmæla þátttöku lögreglunnar í Gleðigöngunnar. Hún er hluti af róttækum samtökum hinsegin fólks. Meira »

Laun ríkisforstjóra hækkað um fjórðung

16:42 Laun forstjóra hjá ríkisstofnunum hafa hækkað um nánast fjórðung síðan ákvarðanir um laun þeirra voru færðar frá kjararáði til stjórna þeirra stofnana sem forstjórarnir stjórna fyrir tæpum tveimur árum. Laun forstjóra Landbankans hafa hækkað um rúmlega 1,7 milljónir síðan í júní 2017. Meira »

Verðið oftast lægst hjá A4

16:20 Verð á notuðum námsbókum fyrir framhaldsskólanema voru oftast lægst í A4 samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sem framkvæmd var 15. ágúst. Meira »

Dagur í skýjunum með daginn

15:55 Dagur B. borgarstjóri er hinn ánægðasti með Gleðigönguna í ár, þá fjölmennustu hingað til. Fjörið er að ná hámarki í Hljómskálagarðinum og á vafalaust eftir að standa fram á regnbogalitaða nótt. Meira »

Mótmælti Gleðigöngu og var handtekin

15:30 Íslensk kona var handtekin í Gleðigöngu Hinsegin daga sem fer nú fram í miðborg Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að konan hefði verið að mótmæla gleðigöngunni, ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og hefði því verið handtekin. Meira »

Allt brjálað af gleði á Lækjargötu

15:07 Gleðigangan er komin alla leið niður í Hljómskálagarð og þeir sem biðu hennar fyrir utan MR tóku henni mjög vel þegar hún átti þar leið hjá. Nú eru það tónleikar í sólinni. Meira »

Bíll dreginn úr Hvalfjarðargöngum

14:27 Bifreið bilaði í Hvalfjarðargöngunum skömmu eftir hádegi og var göngunum lokað um stund af þeim sökum.   Meira »

Gunni og Felix fremstir í flokki

14:01 Gunni og Felix eru kapteinar á Gunna og Felix vagninum. Átta dansarar, einn plötusnúður og stór diskókúla. „Þetta er auðvitað bara ein stór fjölskylda,” segir Gunni. Gleðigangan er farin af stað frá Hallgrímskirkju. Meira »

„Sterk rök með og á móti“

13:41 Tvennu þarf að svara eigi RÚV að fara af auglýsingamarkaði, segir forsætisráðherra. Mun aðgerðin hjálpa öðrum innlendum fjölmiðlum og er unnt að tryggja að RÚV verði ekki fyrir tekjutapi? Meira »

Ruslatunnur í Vestmannaeyjum gæddar lífi

13:32 Litríkar furðuverður hafa lífgað upp á ruslatunnur í Vestmannaeyjum í sumar. Frænkurnar Ísabella Tórshamar og Guðný Tórshamar standa á bakvið listaverkin, sem hafa vakið mikla athygli meðal bæjarbúa og ferðamanna. Meira »

Gleðigöngufólk reimar á sig skóna

12:00 Aldrei hafa fleiri atriði verið skráð til þátttöku í Gleðigöngu Hinsegin daga, sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14 í dag. Þaðan verður gengið eftir Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi og mun gangan svo enda við Hljómskálagarðinn þar sem taka við glæsilegir útitónleikar. Meira »

„Viðbjóðslegur“ eyðibíll bifast ekki

11:36 Það veit enginn hver á „viðbjóðslega“ eyðibílinn sem situr sem fastast á nemendabílastæðinu við Menntaskólann í Reykjavík. Fyrrverandi inspector automobilum hefur þungar áhyggjur af framhaldinu. Meira »

Fyrsti íslenski bjórsérfræðingurinn

10:50 „Þetta er eins konar þekkingarvottun innan bjóriðnaðarins,“ segir Hjörvar Óli Sigurðsson, 25 ára barþjónn á Brewdog Reykjavík við Hverfisgötu. Meira »

„Leiðinlega hvasst“ sumstaðar í dag

10:12 Það verður „leiðinlega hvasst“ sumstaðar á landinu í dag, samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinar. Gular viðvaranir eru í gildi vegna hvassviðris á Suðausturlandi, Austfjörðum, Faxaflóasvæðinu og við Breiðafjörð. Meira »

Ekki mitt að dæma

09:06 Á Norðurlandi eystra hefur Halla Bergþóra Björnsdóttir gegnt stöðu lögreglustjórans síðan í ársbyrjun 2015. Halla nýtur sín vel í starfi enda hefur hún brennandi áhuga á löggæslumálum. Hún segir lögreglu eiga fyrst og fremst að þjóna almenningi, tryggja öryggi og hjálpa fólki í viðkvæmri stöðu. Meira »

Vel heppnuð hátíð á afskekktri eyju

08:30 „Þetta var sannkölluð ævintýraferð og gekk öllum vonum framar,“ segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins. Á fimmtudag lauk hátíð Hróksins í Kullorsuaq, 450 manna þorpi á samnefndri eyju á 74. breiddargráðu við vesturströnd Grænlands. Meira »

Rauðber dreifast víðar um land

08:18 Rauðberjalyng hefur fundist víðar um land en áður en tegundin hefur nú numið land í Munaðarnesi í Borgarfirði og víðar í héraðinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Skógræktarinnar. Meira »
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...