Ekki fallist á frávísun í máli Hlínar og Malínar

Malín Brand (til vinstri á myndinni) og Hlín Einarsdóttir (til …
Malín Brand (til vinstri á myndinni) og Hlín Einarsdóttir (til hægri á myndinni). mbl.is/Eggert

Héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur féllst ekki á frávísunarkröfu í einum hluta ákærunnar í máli sem héraðssaksóknari höfðaði gegn Hlín Einarsdóttur og Malín Brand. Var um að ræða þann hluta sem byggðist á kæru fyrrverandi samstarfsmanns Hlínar, en í ákæru málsins segir að hún hafi í félagi við systur sína haft af manninum 700 þúsund krónur með hótunum um að leggja annars fram kæru til lögreglu um að hann hefði nauðgað sér.

Í ákær­unni kem­ur fram að Malín hafi rætt við mann­inn nokkr­um sinn­um  í apríl og hann hafi svo af­hent Malín fjár­mun­ina 10. og 13. apríl. Fer maður­inn fram á 1,7 millj­ón­ir í skaðabæt­ur vegna máls­ins.

Í gær var munnlegur málflutningur um frávísunarkröfuna, en þinghald var lokað. Sem fyrr segir féllst dómari ekki á að vísa þessum hluta málsins frá.

Hlín og Malín eru einnig ákærðar fyrir fjárkúgun gegn fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, en ekki var tekist á um þann hluta ákærunnar núna.

Aðalmeðferð í máli systranna fer fram 21. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert