Leggja til lækkun umferðarhraða

Hraðalækkun er til umræðu.
Hraðalækkun er til umræðu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Starfshópur sem Reykjavíkurborg skipaði leggur til að hraðamörk verði lækkuð í tveimur áföngum um 10 km/klst. á götum vestan Kringlumýrarbrautar þar sem hraðamörk í dag eru 50 eða 60 km/ klst., auk þess sem svæðum með 30 km/klst. hámarkshraða verði fjölgað og núverandi svæði stækkuð.

Starfshópnum var falið að skoða og meta áhrif svæðisbundinnar lækkunar umferðarhraða vestan Kringlumýrarbrautar með tilliti til umferðarflæðis, umferðaröryggis og umhverfisþátta.

Fyrst og fremst átti að horfa til lækkunar almenns umferðarhraða úr 50 km/ klst í 40 km/klst. Fyrirmynd að slíkum svæðisbundnum aðgerðum sé t.d. í Malmö og Helsinki. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að einn nefndarmanna skilaði séráliti. Hann segir mjög varhugavert að búa til nýtt hraðaþrep, 40 km/klst, inn í umferðarmynstur Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »